Markaðssvið Austurbrúar/Upplýsingamiðstöð Austurlands hefur gefið út nýtt kort af Austurlandi (Map of East Iceland) fyrir árið 2014-2015. Sú nýbreytni er í ár að á bakhliðinni er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum í landshlutanum.
Út er komin bókin Of mörg orð; þroskasaga tiltölulega ungrar konu í góðæri eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Höfundurinn heldur upp á fertugsafmæli sitt með útgáfuhófi í kvöld.
Umgengni ferðamanna í fjallaskálum hefur farið versnandi undanfarin misseri. Stöðugt færist í vöxt að dyrum og gluggum sé ekki lokað þegar hópar yfirgefa skála og hefur það leitt til stórskemmda þegar snjóar inn. Almennri umgengni og hreinlæti ferðamanna í fjallaskálum fer einnig aftur. Að ýmsu er að huga fyrir ferðalög um páska.
Kvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá stendur á morgun fyrir sinni árlegu sumargleði. Meðal skemmtiatiðra verða gamanmál, listsýning og brot úr leiksýningu.
Fjölbreytt skemmtiatriði frá heimamönnum voru þungamiðjan í dagskrá skemmtikvölds sem haldið var í Valaskjálf á laugardagskvöld sem hluti af menningarvöku á Héraði sem stendur nú yfir.
KPMG er einn af aðalstyrktaraðilum Hammond-hátíðar á Djúpavogi sem hefst eftir viku. Hátíðin komst á laggirnar 2006 og var í haust tilnefnd til Eyrarrósarinnar.
Fjarðabyggð hefur nú til skoðunar hugmyndir um breytingar á nafni Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Við handa stendur meðal annars Franski spítalinn sem til stendur að opna í byrjun sumars sem hótel.
Norrænt rannsóknarverkefni á fjárhags-, félags- og menningarlegu virði þess framlags sem brottflutt ungt fólk leggur til við ýmis menningarverkefni og viðburði á heimaslóðum hefur hlotið 10 milljóna króna styrk frá Nordregio – Nordic Demographic Programme 2013-2014. Að verkefninu standa sveitarfélagið Vágur í Færeyjum, CRT á Borgundarhólmi, menningarráð Vesterålen og Austurbrú – Miðstöð menningarfræða. Aðeins sex verkefni hlutu styrk að þessu sinni en Norræna ráðherranefndina fjármagnar sjóðinn.