Hópurinn Gettu betur stelpur, félagsskapur kvenkyns fyrrverandi keppenda í spurningakeppni framhaldsskólanna, stendur á morgun fyrir kynningarfundi á Egilsstöðum til að efla stelpur til þátttöku í keppninni.
Dagana 14. – 20. apríl nk. munu níu íslensk ungmenni á aldrinu 15-17 ára af norðausturhorni landsins halda til Vesterålen í Norður-Noregi þar sem þau munu kynna íslenskar rímur. Ferðin er lokahnykkur þriggja ára verkefnis undir yfirskriftinni „Rímur og rokk".
Austurfrétt og Austurglugginn standa á morgun fyrir málþingi um stöðu svæðisbundinnar fjölmiðlunar undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta?" Markaðsstjóri Austurfréttar segir svæðisbundna fjölmiðla stundum vera álitna sem sjálfsagðar stoðir í samfélaginu.
Þeir sem fylgjast með héraðsfréttamiðlum eru almennt virkari í samfélaginu heldur en þeir sem gera það ekki. Staðarmiðlar feta oft vandrataðan stíg á milli þess að vera samfélagssmiðir og varðhundar.
Íbúar á Egilsstöðum hyggjast tendra ljós við hús sín í kvöld, sunnudag, til minningar um hinn nítján ára gamla Einar Þór Jóhannsson, sem féll frá langt fyrir aldur fram um síðustu helgi.
Viðhorf í samfélagi getur skipt miklu máli fyrir þann sköpunarkraft sem þar getur myndast, segir Maria Sykes, stjórnandi EPIcenter frumkvöðlamiðstöðvarinnar í Utah í Bandaríkjunum. Hún kom miðstöðinni á fót ásamt félögum sínum en takmarkið er að lífga upp á smábæinn Green River.
Lykilfólk í uppsetningu leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum hafði í ýmis horn að líta því gera þurfti meira en að læra texta, hreyfingar og standa á leiksviði. Við ræddum við hluta hópsins sem tók fyrir okkur tvö atriði úr sýningunni sem sett var á svið í Valaskjálf.
Nemendur sem taka þátt í prufumánuði LungA-lýðháskólans undirbúa nú lokasýningu skólans. Stjórnandi skólans segir mánuðinn hafa gengið „brjálæðislega vel."
Tveir einstaklingar hlupu apríl í boði Austurfréttar í gær þegar þeir mættu á flugvöllinn á Egilsstöðum til að reyna að tryggja sér ódýr fargjöld. Að auki sögðum við frá þríhyrndu hreindýri sem héldi til á Völlum og væri líffræðilega einstakt.