Meðal verka á sýningu útskriftarnema myndlistardeildar Listaháskólans, sem stendur yfir í Skaftfelli á Seyðisfirði, er færanlegt gufubað. Listamaðurinn segist hafa heillast af þeim möguleikum sem opnuðust með samstarfi við stálsmiðju staðarins.
Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld söngleikinn „Vælukjóa" í Valaskjálf. Leikstjóri verksins segir áhorfendur eiga von á gleðilegri sýningu en stífar æfingar hafa staðið yfir í vikunni.
Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur og fyrrum forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, verður með erindi á tveimur fræðslufundum Austurbrúar í vikunni.
Samfélagið kallast félagshópur skapandi fólks á Austurlandi og víðar en markmið hópsins er að tengja saman skapandi fólk og þá sem hafa áhuga á sköpun. Forsvarsmaður hópsins segir fullt af skapandi einstaklingum felast í fjórðungnum.
Fyrstu kennsluviku íslenska lýðháskólans, LungA-skólans á Seyðisfirði, er lokið. Forsvarsmenn skólans segjast ánægðir með hvernig gengið hefur fyrstu dagana og Seyðfirðingar séu duglegir að styðja við skólann.
Starfsfólk Nesskóla í Neskaupstað sýndi framhaldsskólakennurum, sem eru í verkfalli, stuðning sinn í verki í morgun með að bjóða kennurum úr Verkmenntaskóla Austurlands í samstöðukaffi. Kennarar í Nesskóla vildu með þessu senda starfssystkinum sínum baráttukveðjur.
Opinn fundur verður um Samfélagsdaginn á Fljótsdalshéraði í Hlymsdölum klukkan 20:00 í kvöld. Á fundinum verður leitað eftir heppilegum verkefnum fyrir Samfélagsdag sem stefnt er á að halda 17. maí.
Lið Djúpavogsprestakalls sigraði í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi sem fram fór fyrir skemmstu. Þrjú lið öttu kappi í úrslitakeppninni sem fram fór eftir fjölskylduguðsþjónustu í Fáskrúðsfjarðarkirkju.