Víkingur Heiðar með tónleika í dag

Einn fremsti píanóleikari Íslendinga, Víkingur Heiðar Ólafsson, verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð í dag. Þar spilar hann verk eftir Bach, Chopin auk eigin útsetningar á íslenskum sönglögum. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:30.

 

Nú er ég kominn heim - Myndband

Myndbandið við lag Jóns Bjarka Stefánssonar "Nú er ég kominn heim" hefur hlotið þó nokkra athygli á vefnum. Myndbandið, við lagið sem sigraði í Sönglagakeppni Ormsteitis, segir í léttum dúr frá manni sem kemur heim í Egilsstaði. Myndbandið má sjá hér.

 

 

 

 

   

Lesa meira

Landinn í loftið í kvöld

Landinn, nýr frétta- og þjóðlífsþáttur Ríkisútvarpsins, fer í loftið í kvöld. Þar  verða fluttar fréttir  og sagðar sögur af fólkinu í landinu.Meðal efnis í kvöld er fréttaskýring Rúnars Snæs Reynissonar um fólksflutninga af landsbyggðinni.

 

Lesa meira

Aðalfundur Eiðavina

Aðalfundur Samtaka Eiðavina verður haldinn í Alþýðuskólanum á Eiðum á morgun klukkan 14:00.

 

Lesa meira

Fullt hús skálda

Ljóðaklúbburinn Hási Kisi og fleiri ljóðskáld á og af Héraði standa fyrir ljóðaviðburðinum „Fullt hús skálda“ í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Kvöldið verður óvenjulegt að því leyti að skáldin munu ekki lesa hvort á eftir öðru heldur verður þeim dreift um húsið og það er hlutverk gesta að finna og hlýða á þau hvert fyrir sig.

Lesa meira

Vinavika á Vopnafirði

ImageÆskulýðsfélag Hofsprestakalls, Kýros, hefur í vikunni staðið fyrir vinaviku með ýmsum viðburðum og óvæntum uppákomum.

 

Lesa meira

Dans– og tónverk frumflutt á Skriðuklaustri

Dans- og tónverk sem listamennirnir Megan Harrold og Charlie Rauh hafa unnið að síðustu vikur í gestaíðbúðinni á Skriðuklaustri verður frumflutt í Snæfellsstofu á morgun.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar