Valdimar vill leiða listann áfram
Valdimar O. Hermannsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, gefur kost á sér í fyrsta sætið á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Fjarðabyggð í vor.
Valdimar O. Hermannsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, gefur kost á sér í fyrsta sætið á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Fjarðabyggð í vor.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag vörubílstjóra til að greiða sekt fyrir brot á lögum um hvíldartíma. Ökumaðurinn var stöðvaður í Reyðarfirði í október 2008 þar sem hann var að flytja fisk frá Eskifirði til Grundarfjarðar.
Óskar Þór Hallgrímsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í 3. – 6. sæti á lista flokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.
Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á beiðni forsvarsmanna Festarhalds ehf. um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Það rak matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík eftir að Fossvík lagði upp laupana.
Jóna Árný Þórðardóttir, fjármálastýra og Sigríður Stefánsdóttir, félagsmálastýra Fjarðabyggðar láta af störfum hjá sveitarfélaginu innan skamms.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.