Starfsmenn Grunnskóla Eskifjarðar styðja yfirlækni

Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.

Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.

Lesa meira

Iceland Water fær iðnaðarlóð í Reyðarfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að úthluta fyrirtækin Iceland Water International iðnaðarlóð á Hjallaleiru í Reyðarfirði. Iceland Water International sérhæfir sig í framleiðslu gosdrykkja og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.

3001_09_60---water_web.jpg

Ungliðar björgunarsveitanna á sameiginlegri æfingu í Berufirði

Á sjötta tug unglinga var saman kominn á Lindarbrekku í Berufirði um síðustu helgi og var erindið sameiginleg þjálfun. Voru þetta unglingar innan björgunarsveita á Austurlandi og komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi.

bjorgun_lindarb_feb09__6_.jpg

Lesa meira

María á fullri ferð í Hlíðafjalli

Námskeið Íþróttasambands Fatlaðra  og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado, USA, fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Meðal þátttakenda var María Sverrisdóttir frá Egilsstöðum og naut hún aðstoð föður síns við að stýra skíðasleða sem sérhannaður er fyrir hreyfihamlaða.

mara_sverrisdttir__vefur.jpg

Lesa meira

Aukin aðsókn í Íþróttamiðstöð

Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.

sundmot.jpg

Lesa meira

Línur lagðar fyrir næsta ferðasumar

Haldinn verður fundur um ferða- og menningarmál á Reyðarfirði síðdegis á morgun, klukkan 17.

Fundurinn verður í kaffihúsinu Hjá Marlín.  Meðal þess sem ræða á er staða ferða- og menningarmála á Reyðarfirði, aðgerðir fyrir sumarið 2009, Hernámsdagurinn og tækifæri Reyðarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í skemmtilegar umræður.

172x135.jpg

Útilistaverk í Gleðivík

Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.

sigurdur20gudmundsson.jpg

Lesa meira

Gefur tvær milljónir til endurbóta

Snorri Gíslason frá Papey, nú vistmaður á dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi, hefur ákveðið að afhenda Djúpavogshreppi tvær milljónir króna. Á að verja féinu til endurbóta á húsnæði Helgafells, samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þegar er hafin vinna að undirbúningi verksins. Í fundargerð hreppsnefndar frá 13. febrúar síðastliðnum þakkar sveitarstjórnin Snorra hina rausnarlegu gjöf.

Fljótsdalshérað sigraði Akureyringa í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar