Gunnar Sigurður Hallsson, Dani af íslenskum ættum, hefur að undanförnu varið frítíma sínum við að rekja ættir sínar. Sú leit hefur leitt hann að bænum Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá og upplýsingum um að hann eigi fjölda skyldmenna á Fljótsdalshéraði sem hann hefur nú áhuga á að kynnast nánar.
Tónlistarhátíðin Köld hefst í Neskaupstað í kvöld. Þar koma fram Eyjólfur Kristjánsson, hljómsveitinn Dimma og Bríet, sem telst vera einn heitasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir og vakti mikla athygli þegar miðasalan hófst.
Inga Geirsdóttir frá Eskifirði leggur af stað á morgun í 154 kílómetra áheitagöngu um systur sína Iðunni, sem lést úr krabbameini fyrir þremur árum. Inga gengur ásamt manni sínum og dóttur vinsælustu gönguleið Skotlands. Hún hefur gengið hana áður en ætlar að fara hraðar yfir en fyrr.
Píeta, samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hvetja Íslendinga til að nota morgundaginn til fara í göngu og horfa á sólarupprásina. Á morgun er árleg ganga samtakanna undir yfirskriftinni „Úr myrkrinu í ljósið“
Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson sendi í vikunni frá sér nýtt lag. Þar yrkir Bjartmar um annan mann með sterk tengsl við Austfirði, enska auðjöfurinn Jim Ratcliffe.
Breski togarinn Ogano, sem liggur á botni Stöðvarfjarðar, er orðið sýnilegra en áður að sögn áhugamanns um skipsflök. Hann segir að svo virðist sem aðrir en Stöðfirðingar þekki lítið til Ogano sem tvívegis þjónaði sem herskip.
Norðfirska rokkhljómsveitin Coney Island Babies heldur loks langþráða útgáfutónleika í félagsheimilinu Egilsbúð á miðvikudag. Sveitin sendi síðasta sumar frá sér sína aðra breiðskífu, Curbstone.