Allra síðustu viðburðirnir á lista- og menningarhátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð fara nú fram en hátíðinni lýkur um helgina. Verkefnastjóri segir afar gleðilegt hvað gestum hefur fjölgað mikið að þessu sinni.
Allnokkur fjöldi fólks hefur komið sér fyrir á Seyðisfirði þennan fyrsta dag allra síðustu LungA-hátíðinnar sem þar fer fram. Veðurguðirnir leggja sitt af mörkum líka enda „bongó“ þar sem víðar á Austurlandi þennan daginn.
Það engar nýjar fréttir að hópurinn Já Sæll, sem stendur að rekstri og uppákomum í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, bryddi reglulega upp á óvenjulegum viðburðum. Skemmst að minnast viðburða á borð við Jól í júlí, þorrablót að sumarlagi eða arabískra þemudaga. Þetta sumarið skal gera samtímalist hátt undir höfði.
Steinasafn Petru hefur löngum verið vinsæll áfangastaður ferðafólks á leið um Austurland. Safnið, sem fagnar 50 ára afmæli í ár, stækkar stöðugt því afkomendur Steina Petru hafa erft söfnunaráhugann.
Fyrir áratug tók Barbara Grilz þá ákvörðun að segja upp vinnunni sem flugvélavirki hjá Lufthansa og flytja til Íslands. Hún settist síðar að á Fáskrúðsfirði og segist enn þeirrar skoðunar að hún hafi tekið rétta ákvörðun. Hún hefur þó fært sig úr fluginu yfir í myndlist.
Í júnímánuði opnuðu einar þrjár sýningar, á Egilsstöðum og Seyðisfirði, þar sem varpað er ljósi á sögu austfirskra kvenna. Sýningin í Seyðisfirði er utandyra og hefur vakið verðskuldaða athygli.
Sigurður J. Jónsson, tónlistarkennari í Brúarásskóla og Kristín Heimisdóttir, sálfræðingur og skáld Þórshöfn, flytja næstu tvö kvöld dagskrá með lögum sem þau hafa samið við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk að Bjarmalandi, næsta bæ við Djúpalæk á Langanesströnd í Bakkafirði. Sigurður segir kveðskap Kristjáns þannig að auðvelt sé að semja við hann lög.
Listakonan Elín Elísabet Einarsdóttir opnar í dag málverkasýningu á Borgarfirði eystra með verkum sem hún hefur málað þar undanfarnar þrjár vikur. Bæjarhátíð Vopnfirðinga, fyrsta klifurhátíðin á Seyðisfirði og fjöldi tónleika er meðal þess sem er í boði á Austurlandi um helgina.
Ekki alls óþekkt að Vopnfirðingar þjófstarti bæjarhátíð sinni Vopnaskaki lítillega. Það hafa þeir og gert þetta árið með viðburðum fyrir yngra fólkið sem hófust á mánudaginn var. En það er hins vegar óþekkt að enda þessa árlega hátíð bæjarbúa með stórtónleikum.