Reynir að koma Seyðisfirði á flöskur
Hönnuðurinn Philippe Clause vinnur að því að útbúa ilm sem sé einkennandi fyrir Seyðisfjörð. Til þess hefur hann safnað hráefnum úr náttúrunni og eimað heima hjá sér. Fyrstu afurðirnar eru komnar í sölu.
Hönnuðurinn Philippe Clause vinnur að því að útbúa ilm sem sé einkennandi fyrir Seyðisfjörð. Til þess hefur hann safnað hráefnum úr náttúrunni og eimað heima hjá sér. Fyrstu afurðirnar eru komnar í sölu.
Sigyn Blöndal, sem stýrir Stundinni okkar í Sjónvarpinu, er væntanleg austur um næstu helgi með námskeið í útvarpsmennsku fyrir nemendur í 5. – 10. bekk grunnskólanna.
„Eru peningar þarna inni?“ spurði hópur ræningja sem heimsótti skrifstofu Austurfréttar um hádegisbilið. Viðkomandi benti á rafmagnstöfluna og fékk þau svör að hann fengi ekkert upp úr innbroti í skápinn nema straum.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði (HSSS) afhentu nýverið gjafir að verðmæti ríflega þriggja milljóna króna á sjúkrahúsið. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á sjúkrahúsinu síðustu ár.
Guðrún Smáradóttir hefur kennt Austfirðingum, jafnt ungum sem öldnum, að dansa í um þrjátíu ár. Hún hefur einnig samið dansspor fyrir margvíslegar sýningar og kennir Norðfirðingum Zumba. Hún segist alltaf hafa haft gaman af hreyfingu og dansinn hafi fyrst og síðast fært henni gleði.
Reyðfirðingurinn Helgi Seljan var útnefndur sjónvarpsmaður ársins annað árið í röð á Edduhátíðinni sem fram fór á sunnudagskvöld. Hann lýsir síðasta ári sem sérstöku en það litaðist verulega af umfjöllun um Panama-skjölin.
Opnunarhátíð Listar í ljósi á Seyðisfirði hefur verið frestað til morguns vegna veðurspár. Dregið verður um hreindýraleyfi á Egilsstöðum á morgun.
Ólafur Ágústsson frá Egilsstöðum er framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dill sem í morgun varð fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta hina eftirsóttu Michel-stjörnu. Hann segir lengi hafa verið stefnt að viðurkenningunni og að baki henni liggi gríðarleg vinna.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.