![](/images/stories/news/2016/Austurvígstöðvarnar.jpg)
![](/images/stories/news/2016/Austurvígstöðvarnar.jpg)
![](/images/stories/news/folk/sveinn_snorri_sveinsson_fbl_okt14_0021_web.jpg)
Ástarljóð um aðskilnaðinn
Egilsstaðabúinn Sveinn Snorri Sveinsson sendi nýverið frá sér sína tíundu ljóðabók, Götuslátt regndropanna. Hluti bókarinnar eru ástarljóð til eiginkonu hans sem samin voru þegar þau voru í fjarbúð.![](/images/stories/news/2016/Sannar_gjafir_Prins_Póló.jpg)
„Ég vildi að lagið gerði gagn“
„Lagið kom til mín rétt fyrir síðustu jól, svo skömmu að það tók því ekki að setja það í loftið þá,“ segir tónlistarmaðurinn og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann ásamt hljómsveitinni Gosum gáfu UNICEF lagið Jólakveðja í verkefnið þeirra Sannar gjafir.![](/images/stories/news/2016/Jólafriður_2015.jpg)
„Við vinnum mikið í framtíðinni“
„Jólatónleikar er stór hluti af hefðinni og jólaandanum, fólk hefur alltaf gaman af því að hlusta á jólatónlist og vill yfirleitt fá að heyra það sama – það er svolítið þannig að jólin koma með Helgu Möller sem syngur stóran hluta íslenskra jólalaga,“ segir Guðjón Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hljóðkerfaleigu Austurlands sem stendur fyrir tónleikunum Jólafriður í íþróttahúsinu í Neskaupstað á sunnudaginn.![](/images/stories/news/folk/iris_randversdottir_0011.jpeg)
„Ömmur og afar eiga að vera skálkaskjól“
Íris Dóróthea Randversdóttir er höfundur bókarinnar Músasögur sem gefin er út af forlaginu Bókstafur en bókina vann Íris upp úr örsögum sem margar hafa áður birst á Facebook-síðu hennar. Bókin er ríkulega myndskreytt af Unni Sveinsdóttur.![](/images/stories/news/2016/Þingmúlakirkja.jpg)
Skemmtileg aðventuhelgi framundan á Austurlandi
Á laugardaginn klukkan 14:00 verður sameiginleg aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna í Þingmúlakirkju en jafnframt er haldið upp á 130 ára afmæli kirkjunnar. Að lokinni samverustund í kirkjunni býður sóknarnefnd í afmæliskaffi í félagsheimilinu á Arnhólsstöðum.![](/images/stories/news/folk/Pétur_Behrens.jpg)
Langaði að safna stóðinu saman á einn stað
Bókin Hestar eftir listamanninn Pétur Behrens kom út hjá forlaginu Bókstaf í nóvember en þar gefur að líta yfir hundrað myndir eftir Pétur sem allar tengjast hestum eða hestamennsku, auk skýringatexta á þremur tungumálum.![](/images/stories/news/2016/Daníel_Arason_og_Sigríður_Laufey_Sigurjónsdóttir_í_Bókakaffi.jpg)
„Fannst ég eiga svo mikið í skúffunni“
Út er kominn geisladiskurinn Laufey með lögum eftir Sigríði Laufeyju Sigurjónsdóttur við ljóð ýmissa textahöfunda. Útsetningar og upptöku annaðist Daníel Arason. Flestir textahöfundar, tónlistarmenn og söngvarar eiga rætur sínar að rekja til Austurlands.![](/images/stories/news/2016/leikfelag_50ar/leikfelag_50ara_0056_web.jpg)
Fimmtíu ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs - Myndir
Fimmtíu ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs var fagnað nýverið í Valaskjálf. Það var viðeigandi enda saga hússins og félagsins mikið til samofin.