Helgin; Ævar vísindamaður veitir innsýn í töfraheim vísindanna

Mikið verður um dýrðir í Verkmenntaskóla Austurlands á morgun, en bæði verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldin þar í fjóra skipti, en leið fagnar skólinn þrjátíu ára afmæli sínu og býður upp á veitingar af því tilefni.

Lesa meira

„Ég lofa æðislegri kvöldstund“

„Ég hef alltaf verið bölvaður asni og þykir gaman að segja sögur og herma eftir karakterum,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem heldur þrenna tónleika á Austurlandi næstu daga, í Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld, Valaskjálf á Egilsstöðum annað kvöld og á Vopnafirði á laugardagskvöld.

Lesa meira

„Það besta sem þú getur haft á ferilskránni“

Í janúar hefur fyrsti hópur nám í Fab Academy á Hornafirði. Fab Academy er í tengslum við Fab Lab-smiðjurnar sem er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory” og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku. Um alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslu er að ræða þar sem áhersla er lögð á að læra með því að framkvæma hlutina.

Lesa meira

„Er virkilega góður í að tala frönsku“ – Kristófer Páll í yfirheyrslu

Með ótrúlegum sigri sínum á HK í lokaleik sumarsins náði Leiknir frá Fáskrúðsfirði að halda sér uppi í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Af sjö mörkum Leiknismanna gegn tveimur frá HK, skoraði Kristófer Páll Viðarsson fjögur, en hann var fús að mæta í yfirheyrslu vikunnar hjá Austurfrétt.

Lesa meira

Þurfti að sérútbúa bílinn til að geta ferðast milli landshluta

Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi, hefur þurft að finna úrræði þar sem honum er að læknisráði bannað að sitja. Hann innréttaði sendibifreið og fékk sér bílstjóra til að komast á framboðsfund sem Austurfrétt/Austurglugginn hélt á Egilsstöðum í gærkvöldi.

Lesa meira

Fyrsta myndavélin frá „ömmu í Ártúni“

Stöðfirðingurinn Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir hefur haft áhuga á ljósmyndun alla sína tíð en lét drauminn rætast og hóf fjarnám í ljósmyndun í vor.

Lesa meira

Helgin á Austurlandi: „Þeir völdu Havarí sem sinn fyrsta viðkomustað“

„Þeir hafa verið að æfa upp nýtt prógramm og völdu Havarí sem sinn fyrsta viðkomustað,“ segir Berglind Häsler, tónleikahaldari og bóndi á Karlsstöðum í Berufirði, en þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason og Teitur Magnússon halda tónleika í hlöðunni á laugardagskvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.