Bandaríkjamaðurinn Chris Shaddock hefur búið á Íslandi undanfarin sex
ár. Hann býr á Fáskrúðsfirði og er giftur íslenskri konu. Þar áður
gegndi hann herþjónustu í Írak sem tók verulega á.
Opið hús verður í Miðvangi 1 (Níunni) á morgun, föstudaginn 18.
nóvember, í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku. Fyrirtæki, frumkvöðlar og
einstaklingar sem starfa í húsinu bjóða gestum og gangandi að kynnast
starfseminni.
Elfar Aðalsteinsson, fyrrverandi forstjóri Eskju, kann vel við sig í
Lundúnum þar sem hann spreytir sig á kvikmyndagerð. Nýjasta stuttmynd
hans hefur fengið lofsamlega dóma. Aðalpersóna hennar byggir á
fósturföður Elfars, Aðalsteini Jónssyni.
Hin 25 ára gamla Egilsstaðamær, Sigrún Halla Unnarsdóttir, er meðal 25 efnilegustu nýútskrifaðra fatahönnuða veraldar. Þetta er mat tískuvefsins Muuse.com.
Nemendur í sálfræði í Menntaskólanum á Egilsstöðum sátu eftir furðu
lostnir eftir að lögreglan fór inn í tíma og handtók einn af kennurum
skólans. Hópurinn róaðist nokkuð þegar upplýst var að um sálfræðitilraun
hefði verið að ræða.