Helgin: Frá orgelkrökkum yfir í þungarokk

Orgelkrakkahátíð verður slegið upp á nokkrum stöðum í fjórðungnum yfir helgina. Á Norðfirði spilar þungarokkssveitin Rock Paper Sisters sem að miklu leyti sem skipuð hljóðfæraleikurum með tengsl við Austurland.

Lesa meira

Leikara vantar vegna flugslysaæfingar

Á laugardaginn eftir rúma viku verður haldin reglubundin flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli þar sem allir helstu viðbragðsaðilar æfa sín viðbrögð við flugslysi farþegavélar sem hlekkist á í lendingu. Óskað er eftir leikurum sem áhuga hafa að leika slasað fólk meðan á æfingunni stendur.

Lesa meira

Jólalegar veitingar hjá Austfirskum strax í byrjun október

Á mánudagskvöldið var hittist félagsskapur í Reykjavík sem æði lítið fer fyrir þrátt fyrir að hafa starfað samfleytt um 80 ára skeið eða svo. Þar reyndist um að vera einn fjölmennasta fund þessa félags um langa hríð en hópurinn sem hér um ræðir er Félag austfirskra kvenna í Reykjavík.

Lesa meira

Fjöldi viðburða á Bleikum október á Austurlandi

Bleikur október er genginn í garð á Austurlandi sem víðar en á þeim tíma er hugmyndin að minna landann bæði á að töluverður fjöldi fólks lætur í minni pokann fyrir hinum ýmsu krabbameinum en ekki síður að þúsundir lifa slíkt af með góðri hjálp nærstaddra og fjærstaddra í samfélaginu.

Lesa meira

Leggja á ráðin um ritun sögu Seyðisfjarðar

Sögufélag Austurlands stendur á morgun fyrir sérstöku málþingi um ritun sögu Seyðisfjarðar en þingið fer fram í Herðubreið og þangað allir velkomnir.

Lesa meira

Forvarnarmálþing í VA í dag

Árlegt forvarnarmálþing Verkmenntaskóla Austurlands fer fram í dag. Yfirskrift þingsins í ár er: „Líður fólki vel í kringum mig.“ Unnið er að forvörnum gegn ofbeldi.

Lesa meira

Félag ljóðaunnenda hlaut menningarverðlaun SSA

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi er handhafi menningarverðlauna Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Verðlaunin voru afhent á haustþingi sambandsins sem haldið var í síðustu viku.

Lesa meira

Öllum boðið í Vísindakaffi Rannsóknarseturs HÍ á Breiðdalsvík

Annað árið í röð stendur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík fyrir svokölluðu Vísindakaffi þar sem fræðast má bæði um störf setursins en jafnframt hlýða á forvitnileg erindi. Rannís mun nú sem þá bjóða gestum upp á kaffi og kleinur

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.