Bæjarstjórn sendi niðurskurðartillögu til föðurhúsanna

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti ekki tillögu bæjarráðs og fræðslunefndar sveitarfélagsins frá því í mars um að fella niður álagsgreiðslur í hádegi hjá starfsmönnum leikskóla. Álagsgreiðslurnar höfðu verið framlengdar tímabundið við gerð síðustu kjarasamninga. Tillögurnar voru fram komnar vegna sparnaðaraðgerða hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni aftur til bæjarráðs. Starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins héldu fund í vikunni þar sem fram kom megn óánægja með tillögu fræðslunefndarinnar, en greiðslurnar vega talsvert í launum starfsmanna.

fljtsdalshra_merki.jpg

Vara við tækifærispólitík

Fullveldissinnar finna aldrei flöt á fullveldisafsali, segir í fréttatilkynningu frá L-lista fullveldissinna. Listinn varar alvarlega við tækifærispólitík og hentistefnu gömlu stjórnmálaflokkanna sem hvergi verði átakanlegri en í orðræðu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um ESB mál. Í hádegisfréttum og viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagðist Steingrímur J. Sigfússon formaður VG geta fundið þann flöt á Evrópumálunum sem samrýmist stefnu Samfylkingar.

l-listinn_enginn-bakgrunnur.gif

Lesa meira

Ekki friðlýst að svo stöddu

Í tillögu umhverfisnefndar Alþingis er farið fram á að Egilsstaðaskógur og Egilsstaðaklettar verði tekin út af friðlýsingaráætlun næstu fimm ára, en gert var ráð fyrir að friðlýsa þrettán svæði í landinu á því tímabili. Í nefndaráliti segir meðal annars að rétt sé að fella Egilsstaðaskóg og Egilsstaðakletta brott úr áætlun fyrir þetta tímabil þar sem ljóst sé að hluteigandi aðilar, þar á meðal landeigendur, séu friðlýsingu mótfallnir.

egilsstair-birki.jpg

Hreinn Haraldsson skipaður vegamálastjóri

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað Hrein Haraldsson vegamálastjóra. Skipað er í embættið til fimm ára. Embætti vegamálastjóra var auglýst laust til umsóknar í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út 23. mars. Hreinn var eini umsækjandinn. Samgönguráðherra afhenti Hreini skipunarbréf í dag á skrifstofu ráðuneytisins. Vegamálastjóri veitir Vegagerðinni forstöðu. Helstu verkefni Vegagerðarinnar skiptast í framkvæmdir í vegamálum, umsjón með rannsóknum og þróun á sviði vegamála auk stjórnsýslu og eftirlits.

hreinn_haraldsson_vegamlastjri.jpg

Fiðrildi dansa á flugvellinum

Á morgun, föstudag, mun Dansfélagið Fiðrildin sýna þjóðdansa fyrir flugfarþega og almenning á Egilsstaðaflugvelli. Hefst sýningin kl. 19:45. Michelle Lynn Mielnik, félagi í Fiðrildunum, segir þetta vera fyrstu sýningu félagsins í þó nokkurn tíma, en jafnframt þá fyrstu af mörgum sem verða í sumar, meðal annars í tengslum við ferðaþjónustu.

firildi.jpg

Lesa meira

Mikil pressa vegna leiksins annað kvöld

Fyrri úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna milli Þróttar og HK fór fram í gærkvöld. Þróttur Nes tapaði leiknum 1 - 3. Mikil barátta var í hrinunum fjórum og vann HK þrjár þeirra; 26-24, 25-15, 25-17, en Þróttur Nes vann þriðju hrinu 25-19.

Seinni leikur liðanna verður í Neskaupstað annað kvöld; föstudagskvöld kl. 20. Blakdeild Þróttar og Austurglugginn hvetja alla bæjarbúa og stuðningsmenn Þróttar Nes og blakíþróttarinnar nær og fjær til að fjölmenna og hvetja Þróttarstúlkur áfram til sigurs.

rttur_nes_blak_vefur.jpg

 

Fréttaritaraþjálfun ungs fólks

UNICEF á Íslandi hefur hleypt af stokkunum verkefninu Fréttaritaraþjálfun unga fólksins í samstarfi við RÚV og Morgunblaðið. Um er að ræða þjálfun ungra ‚fréttaritara‘ á aldrinum 13-16 ára (öllum opið í 8., 9. og 10. bekk) um allt land þar sem ungmenni fá þjálfun í að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri í fjölmiðlum. Þjálfunin hefur þegar farið fram á Ísafirði og í Reykjavík. Næst verður farið til Egilsstaða dagana 16.-18. apríl.

unicef.gif

Lesa meira

Fékk ekki að fjarlægja vélar

Í gær voru vélar í eigu Fossvíkur ehf., sem áður rak frystihúsið á Breiðdalsvík, kyrrsettar með úrskurði sýslumannsins á Eskifirði. Aðili á vegum Fossvíkur kom þeirra erinda að fjarlægja vélar í eigu fyrirtækisins úr frystihúsinu, þar sem Festarhald ehf. rekur nú matvælavinnslu.

frystihs__breidalsvk.jpg

Lesa meira

Vilja byggja heilsulind í landi Unaóss

Sænskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á uppbyggingu heilsulindar í landi Unaóss, yst í Hjaltastaðarþinghá á Fljótsdalshéraði. Eftir því sem næst verður komist byggir hugmyndin á fögru umhverfi á svæðinu og góðu aðgengi að sjó, en hlýjar sjólaugar, heilsumeðferðir og vel búin gistiaðstaða eru á teikniborðinu. Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi, sagði aðeins um hugmynd að ræða enn sem komið er, en staðfesti að Svíarnir hefðu rætt við hann um möguleika á uppbyggingu heilsulindarinnar.

orsteinn_bergsson_unasi.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.