Í nótt var brotist inn á tveimur stöðum á Reyðarfirði. Í söluskála Shell var einhverju stolið en því meira skemmt, svo sem sjóð- og lottóvélar, myndavélakerfi og rúður voru brotnar. Þá var brotist inn á Fosshótel skammt frá og sjóðvél eyðilögð. Hugsanlegt er talið að sömu aðilar hafi verið á ferð í báðum tilfellum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.
Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð heiðrar minningu eins ástsælasta og virtasta píanóleikara Íslendinga, Eskfirðingsins Rögnvaldar Sigurjónssonar, með því að efna til dagskrár í tali og tónum. Rögnvaldur hefði orðið níræður á morgun. Tónleikarnir verða á sunnudaginn 19. október og hefjast kl:16.00. Aðgangur er ókeypis.
Tónleikarnir verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskirði, en Rögnvaldur fæddist á Eskifirði og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. ...
Nýr vegur upp úr Jökuldal var opnaður í gærkvöld. Veglínan er um Skjöldólfsstaðahnjúk og leysir af hólmi veg sem var nokkru innar og tekur af erfiðar beygjur. Þó vegurinn hafi verið opnaður er framkvæmdum þó ekki að fullu lokið og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á ferðum sínum um svæðið. Bráðabirgðavegtenging er af Efri Jökuldal yfir á hinn nýja veg og verður svo um sinn.
Í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að meðal þeirra aðila sem geymt hafa fjármuni í svokölluðum peningasjóðum séu minni og meðalstór sveitarfélög. Þau gætu þurft að afskrifa hluta þeirra fjármuna sem lagðir hafa verið í sjóðina.
Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir n.k. laugardag gamanleikinn Góðverkin kalla. Leikritið gerist í þorpinu Gjaldeyri við Ystunöf og hverfist um hundrað ára afmæli sjúkrahússins á staðnum. Þorpsbúar efna til kappsfullrar söfnunar til að heiðra stofnunina á tímamótunum og sjást menn þar einatt ekki fyrir. ...
Fljótsdalshérað undirritaði í dag viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone ehf. um byggingu á allt að fimmtíu þúsund fermetra gagnaveri í sveitarfélaginu. Greenstone hefur jafnframt ritað undir viljayfirlýsingu við Landsvirkjun varðandi útvegun á að minnsta kosti 50 MW af orku. Gagnaverið gæti skapað um 20 bein störf og annað eins af óbeinum störfum.
Olíubíll valt í Eskifirði skömmu eftir hádegi í dag. Tildrög slyssins eru óljós, en starfsmenn á vettvangi töldu líklegt vera að bílstjóri bifreiðarinnar hafi blindast af sólarljósi þegar hann keyrði upp Hólmaháls.