Fiðrildi dansa á flugvellinum

Á morgun, föstudag, mun Dansfélagið Fiðrildin sýna þjóðdansa fyrir flugfarþega og almenning á Egilsstaðaflugvelli. Hefst sýningin kl. 19:45. Michelle Lynn Mielnik, félagi í Fiðrildunum, segir þetta vera fyrstu sýningu félagsins í þó nokkurn tíma, en jafnframt þá fyrstu af mörgum sem verða í sumar, meðal annars í tengslum við ferðaþjónustu.

firildi.jpg

Lesa meira

Mikil pressa vegna leiksins annað kvöld

Fyrri úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna milli Þróttar og HK fór fram í gærkvöld. Þróttur Nes tapaði leiknum 1 - 3. Mikil barátta var í hrinunum fjórum og vann HK þrjár þeirra; 26-24, 25-15, 25-17, en Þróttur Nes vann þriðju hrinu 25-19.

Seinni leikur liðanna verður í Neskaupstað annað kvöld; föstudagskvöld kl. 20. Blakdeild Þróttar og Austurglugginn hvetja alla bæjarbúa og stuðningsmenn Þróttar Nes og blakíþróttarinnar nær og fjær til að fjölmenna og hvetja Þróttarstúlkur áfram til sigurs.

rttur_nes_blak_vefur.jpg

 

Páskafjör í Oddsskarði

Senn líður að hefðbundinni Tíróla-hátíð í Oddsskarði um páska, en hún stendur dagana 9. til 13. apríl. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja upplagt að verja góðum dögum í faðmi Austfirsku Alpanna ásamt fjölskyldu og vinum. Margt skemmtilegt verður að vanda á dagskrá Tíróla-hátíðar í ár og er dagskráin hér meðfylgjandi. Mikill snjór er í Oddsskarði og von á góðu færi eins og svo oft er um páskana og að sjálfsögðu verður sól og blíða á svæðinu.
ski.jpg

Lesa meira

Fékk ekki að fjarlægja vélar

Í gær voru vélar í eigu Fossvíkur ehf., sem áður rak frystihúsið á Breiðdalsvík, kyrrsettar með úrskurði sýslumannsins á Eskifirði. Aðili á vegum Fossvíkur kom þeirra erinda að fjarlægja vélar í eigu fyrirtækisins úr frystihúsinu, þar sem Festarhald ehf. rekur nú matvælavinnslu.

frystihs__breidalsvk.jpg

Lesa meira

Vilja byggja heilsulind í landi Unaóss

Sænskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á uppbyggingu heilsulindar í landi Unaóss, yst í Hjaltastaðarþinghá á Fljótsdalshéraði. Eftir því sem næst verður komist byggir hugmyndin á fögru umhverfi á svæðinu og góðu aðgengi að sjó, en hlýjar sjólaugar, heilsumeðferðir og vel búin gistiaðstaða eru á teikniborðinu. Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi, sagði aðeins um hugmynd að ræða enn sem komið er, en staðfesti að Svíarnir hefðu rætt við hann um möguleika á uppbyggingu heilsulindarinnar.

orsteinn_bergsson_unasi.jpg

Lesa meira

Kolmunnaskip á heimleið

Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina. Eftir þrálát óveður, sem komu í veg fyrir veiðar, skánaði veðrið fyrir nokkrum dögum, en síðan þá hefur enginn kolmunni fundist þannig að skipin eru á heimleið.

Lesa meira

Ekki friðlýst að svo stöddu

Í tillögu umhverfisnefndar Alþingis er farið fram á að Egilsstaðaskógur og Egilsstaðaklettar verði tekin út af friðlýsingaráætlun næstu fimm ára, en gert var ráð fyrir að friðlýsa þrettán svæði í landinu á því tímabili. Í nefndaráliti segir meðal annars að rétt sé að fella Egilsstaðaskóg og Egilsstaðakletta brott úr áætlun fyrir þetta tímabil þar sem ljóst sé að hluteigandi aðilar, þar á meðal landeigendur, séu friðlýsingu mótfallnir.

egilsstair-birki.jpg

Rangar upplýsingar um verðlækkun

Verslunin Nesbakki í Neskaupstað hafði samband við vefinn og vildi koma því á framfæri að alrangt væri að 40% afsláttur væri af öllum vöruflokkum verslunarinnar í dag og á morgun, eins og auglýst var fyrir mistök í gær. Hins vegar væri öll dósa- og þurrvara, hverju nafni sem hún nefndist, seld á 85% afslætti, þar sem rýma ætti fyrir nýjum birgðum vegna breytinga. Leiðréttist þetta hér með.

 

 

Svanir á áætlun

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra. Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

svanur.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.