Allar fréttir
„Það eina sem kom út úr ályktunum og fundahöldum voru fimm tímar í stað kortérs“
Sveitarstjórnarfulltrúar í Múlaþingi eru óánægðir með innheimtu Isavia á gjöldum fyrir bílastæði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Einn hvatti til að fulltrúarnir létu fyrir hönd borgaranna reyna á lögmæti gjaldanna meðan aðrir lýstu vonbrigðum með skort á stuðningi frá þingmönnum og ráðherrum.Annað árið í röð var maí með þeim allra hlýjustu á Egilsstöðum
Samkvæmt niðurstöðum Veðurstofu Íslands um liðinn maímánuð reyndist meðalhitastig á Egilsstöðum 7,6°C og reynist vera fjórði hlýjasti maímánuður þar frá upphafi mælinga. Sami mánuður fyrir ári reyndist sá annar hlýjasti í 70 ára mælingarsögu þegar meðalhitinn náði 8,1°C.
Heimsendingarþjónusta Krónunnar fallið Austfirðingum vel í geð
Viðbrögðin við þeirri þjónustu Krónunnar á Reyðarfirði að bjóða upp á heimsendingar á vörum gegn til lágu gjaldi hafa farið fram úr allra björtustu vonum að sögn verslunarstjórans. Fjölga þurfti fyrirhuguðum ferðum og ráða fleira fólk nánast áður en þjónustan hófst.
Vegleg þjóðhátíðardagskrá alls staðar á Austurlandi
Þjóðhátíðardagurinn 2024 fer fram á mánudaginn kemur um land allt og hafa aðilar austanlands ekki látið sitt eftir liggja til að gera daginn bæði skemmti- og eftirminnilegan fyrir gesti og gangandi. Dagurinn merkilegri en ella sökum 80 ára lýðveldisafmælis landsins.