Ákveðið hefur verið að fresta árshátíðum Alcoa Fjarðaáls sem halda átti í marsmánuði vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19. Fyrri hátíðin átti að fara fram um næstu helgi.
Náttúrustofa Austurlands (NA) opnaði nú á dögunum hreindýravefsjá sem ætlað er að halda utan um skráningu á hagagöngu hreindýra. Þetta auðveldar fólki til muna að veita upplýsingar um hvar hreindýrin halda sig og hvenær.
Sóttvarnalæknir, í gegnum rekstraraðila hjúkrunarheimila um land allt, hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á heimsóknir til ættingja og vina sem dvelja á hjúkrunarheimilum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19.
Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Fráfarandi oddviti, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, hafði gegnt embættinu óslitið frá árinu 2002.
Gestir á íbúafundi á Reyðarfirði í gærkvöldi um nýtingu söluandvirði Rafveitu Reyðarfjarðar risu upp gegn dagskrá fundarins og neituðu að ræða aðra kosti en því verði varið til að byggja nýtt íþróttahús.