Tindastóll vann Hött 67-91 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gærkvöldi. Tindastólsliðið spilaði frábæra vörn allan leikinn sem slakir Hattarmenn áttu engin svör við. Þjálfari Hattar sagði liðið einfaldlega hafa verið „lélegt"
Körfuknattleiksmaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður Hattar fyrir árið 2013 á þrettándagleði félagsins. Félagið stendur fyrir gleðinni á Egilsstöðum í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Við það tilefni eru íþróttamenn ársins og fleiri velunnarar félagsins verðlaunaðir.
Blakkonan Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hún stefnir þó á að spila áfram með Þrótti eins lengi og hún getur.
Leik Hattar og Tindastóls í fyrstu deild karla í körfuknattleik sem fara átti fram á Egilsstöðum í kvöld hefur verið frestað til morguns. Ástæðan er sú að flugi austur var aflýst og dómararnir komust ekki í leikinn.
Tuttugu og tveir keppendur tóku um jólin þátt í Fjórðungsglímu Austurlands sem haldin var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Glímt var í þremur flokkum karla og kvenna.
Leiknismaðurinn Sigurður Haraldsson segir aldrei of seint að byrja að æfa íþróttir. Hann lagði skóna á hilluna um þrítugt en dró þá aftur fram um sjötugt og hefur síðan orðið heims-, Evrópu- og Norðurlandameistari í frjálsíþróttum.
Körfuknattleikslið Hattar hefur fengið til sín nýjan erlendan leikmann að nafni Gerald Robinson. Sá kemur í stað Frisco Sandidge en samningi við hann var sagt upp í jólafríinu. Keppni í fyrstu deild karla í körfuknattleik hefst á ný eftir jólafrí á föstudag þegar topplið Tindastóls kemur í heimsókn.
Meistaraflokkur Einherja í knattspyrnu hljóp í gær 132 km leið frá Mývatni og heim til Vopnafjarðar. Hlaupið var fjáröflun fyrir félagið sem keppir í þriðju deild karla í sumar.
Knattspyrnumaðurinn Aron Gauti Magnússon frá Eskifirði er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2013. Afreksíþróttamenn sveitarfélagsins voru heiðraðir við athöfn í Nesskóla á sunnudag.