Fótbolti: Markatala skilur milli feigs og ófeigs í annarri deild

Fjarðabyggð, Höttur, KV og Vestri eru jöfn að stigum í fallbaráttu annarrar deildar karla í knattspyrnu en Fjarðabyggð er í fallsætinu út af markatölu þegar þrjár umferðir eru eftir. Huginn var eina austfirska liðið sem vann leik sinn um helgina.

Lesa meira

Knattspyrna: Markalaust jafntefli kvennaliðanna í baráttuleik

Austfirsku kvennaliðin tvö sem spila í annarri deild, Einherji og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu markalaust jafntefli þegar þau mættust á Vopnafirði á föstudag. Báðir þjálfararnir hrósuðu leikmönnum sínum fyrir mikla baráttu.

Lesa meira

Knattspyrna: Fjarðabyggð sloppin við fall, Leiknir fallinn

Fjarðabyggð heldur sæti sínu í annarri deild karla eftir 1-1 jafntefli við Hött sem áfram er í bullandi fallhættu. Leiknir er fallinn úr fyrstu deildinni. Fjögur rauð spjöld fóru á loft á Vopnafirði.

Lesa meira

Leiknir hampaði Launaflsbikarnum

Leiknir Fáskrúðsfirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls, annað árið í röð en liðið lagði Einherja í úrslitaleik í síðustu viku 4-1.

Lesa meira

Knattspyrna: Fögnum innilega þessum þremur stigum

Fjarðabyggð náði í þrjú dýrmæt stig í fallbaráttunni í annarri deild karla með 3-1 sigri á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á laugardag. Þjálfarinn er bjartsýnn fyrir lokasprettinn í deildinni.

Lesa meira

Knattspyrna: Átján ára skoraði þrennu og hélt lífi í vonum Leiknis

Leiknir Fáskrúðsfirði á enn möguleika á að halda sæti sínu í fyrstu deild karla í knattspyrnu eftir 6-0 sigur á Haukum um helgina. Fjarðabyggð vann mikilvægan sigur á Huginn í fallbaráttu annarrar deildar en Höttur flæktist enn frekar í hana. Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis lauk tímabilinu með góðum útisigri.

Lesa meira

Álkarl ársins: Faðir minn bannaði mér að hætta

Atli Pálmar Snorrason er sá eini í ár sem lýkur austfirsku þríþrautinni Álkarlinum. Nafnbótina hljóta þeir sem ljúka lengri leiðunum í Urriðavatnssundi, Barðneshlaupi og Tour de Orminum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar