Afturelding komst í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í blaki með sigri á Þrótti í Neskaupstað um helgina. Karlalið Þróttar hefndi fyrir þær ófarir með tveimur sigrum.
Besti sóknarleikur sem Höttur hefur sýnt á keppnistímabilinu dugði ekki til að tryggja liðinu sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik þegar liðið tapaði 89-96 fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli í gær.
Karlalið Þróttar í blaki gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina og vann sameiginlegt lið Þróttar R. og Fylkis tvisvar. Kvennaliðið vann Grundafjörð á heimavelli.
Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu, var nýverið útnefndur íþróttamaður Leiknis Fáskrúðsfirði fyrir árið 2015. Hann segir bætta aðstöðu og dugnað forráðamanna hafa skapað árangurinn.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var sáttur við leik Hattar þrátt fyrir tap gegn Þór Þorlákshöfn í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Þjálfari Þórs sagði mótspyrnu Hattar ekki hafa komið á óvart.
Um 160 ungir blakarar mættu til keppni á Íslandsmótinu í 3. og 5. flokki sem fram fór í Neskaupstað um helgina. Austfirðingar fjölmenntu og náðu ágætum árangri.