Mótsstjórn öldungamótsins í blaki ætlar að gera tilraun til að tjalda keppnistjöldunum á íþróttavellinum í Neskaupstað á morgun. Mótið hefst á fimmtudagsmorgun.
Síðasta helgi var gjöful fyrir Evu Dögg Jóhannsdóttur, glímukonu frá Reyðarfirði. Hún hlaut Freyjumenið þegar hún sigraði í Íslandsglímunni á heimavelli og var útnefndur íþróttamaður UÍA fyrir árið 2014.
Íslandsglíman, keppnin um Grettisbeltið og Freyjumenið, verður haldin á Reyðarfirði á morgun. Stjarnan og Þróttur mætast öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki í kvöld.
Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Kristinn Jakobsson, kennir á héraðsdómaranámskeiði sem haldið verður á Egilsstöðum á sunnudag. Námskeiðið er liður í undirbúningi fyrir komandi knattspyrnusumar.
Reyðfirðingurinn Sindri Freyr Jónsson varð um síðustu helgi fyrsti Austfirðingurinn til að hljóta sæmdarheitið glímukóngur Íslands þegar hann sigraði í Íslandsglímunni sem haldin var á Reyðarfirði. Hann fékk góðan stuðning síns heimafólks þrátt fyrir að hafa skipt yfir í KR fyrir keppnistímabilið.
Glímufólk safnaðist saman á Reyðarfirði síðasta laugardag þar sem fram fór Íslandsglíman, Grunnskólamót Glímusambandsins, Sveitaglíma Íslands og hóf þar sem slétt 50 ár voru liðin frá stofnun sambandsins.
Afturelding tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Þrótti í Neskaupstað. Þjálfari ársins og efnilegasti leikmaður vetrarins komu báðir úr Þróttarliðinu.
Fellaskóli komst í úrslit Skólahreysti annað árið í röð eftir spennandi undankeppni á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Stórir hópar af litríku stuðningsfólki skólanna fylgdu liðunum og létu ekki sitt eftir liggja og studdu lið sín af lífi og sál. Keppnirnar voru teknar upp og verða sýndar á RÚV miðvikudaginn 15. apríl.