Hattarmenn eru úr leik í Borgunarbikarnum eftir 2-0 tap gegn Víkingi. Staðan var 0-0 að loknum venjulegum leiktíma, en í framlengingunni reyndust Víkingar sterkari og skoruðu tvö mörk.
Blakmennirnir Matthías Haraldsson og Valgeir Valgeirsson eru eru einu keppendur á Smáþjóðaleikunum, sem settir voru í gærkvöldi, sem skráðir eru í austfirsk félög.
Flest austfirsk knattspyrnulið eru ekki öfundsverð af ástandi grasvalla sinna, en gera má ráð fyrir því að austfirsku liðin spili á gervigrasi Fellavallar eða Fjarðabyggðarhallar langt fram eftir júnímánuði og mögulega lengur.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildar Þróttar Neskaupstað og dóttir hennar, María Rún Karlsdóttir, sem var stigahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna síðasta vetur, eru meðal þeirra sjálfboðaliða sem starfa við blakkeppni Smáþjóðaleikana. María Rún var við það að taka þátt í leikunum með landsliðinu en Þorbjörg á að baki ferna leika sem keppandi.
Um 25 keppendur frá Aksturíþróttaklúbbnum Start á Fljótsdalshéraði taka þátt í einu stærsta þolakstursmóti ársins, sem haldið verður á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Hátt í 300 keppendur eru skráðir til leiks á mótið og er hópurinn frá Start sá stærsti af landsbyggðinni.
Fjarðabyggð tryggði sig í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla með öruggum 4-0 sigri á 3. deildarliðinu Kára frá Akranesi. Leikið var á Norðfjarðarvelli.
Nóg var um að vera í boltanum um helgina. Austfirsku liðin voru á faraldsfæti og áttu misjöfnu gengi að fagna. Fjarðabyggð tapaði 2-0 gegn Þór á Akureyri og Höttur fékk 4-0 skell gegn ÍR í Breiðholti.
Helgin var að mestu leyti gæfurík fyrir austfirsk knattspyrnulið. Karlalið Fjarðabyggðar, Hattar, Hugins og Leiknis unnu sterka sigra, Einherji fór í erfiða ferð suður og náði í tvö jafntefli á þremur dögum. Kvennalið Einherja fékk enga óskabyrjun í 1. deild kvenna, en Einherjakonur tefla fram liði í Íslandsmótinu í sumar í fyrsta sinn síðan 2003.