Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður haldin á Egilsstöðum um helgina. Hátíðin er stærsta einstaka verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á hverju ári.
Birkir Pálsson, fyrirliði annarrar deildar liðs Hattar í knattspyrnu, fékk frí frá leik liðsins um síðustu helgi þar sem hann var að fara að gifta sig. Leiknum, gegn Reyni í Sandgerði, lauk með 2-2 jafntefli og þar með fékk liðið sitt annað stig í sumar.
Eysteinn Hauksson, fráfarandi þjálfari meistaraflokks Hattar í knattspyrnu, segist skilja og virða þá niðurstöðu stjórnar knattspyrnufélagsins að skipta um þjálfara. Liðið er neðst í deildinni með þrjú stig eftir tíu umferðir og í bullandi fallhættu.
Huginn og Fjarðabyggð deila efsta sætinu í þriðju deild karla eftir leiki helgarinnar. Höttur náði stigi gegn Dalvík/Reyni en er neðstur í annarri deild. Kvennalið félagsins tapaði fyrir KR.
Fyrsti heimaleikur kvennaliðs Hattar í knattspyrnu var helgaður minningu Heru Ármannsdóttur, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem lést í vor langt fyrir aldur fram eftir mikla baráttu við erfið veikindi. Minningarrit um Heru var afhent félaginu til varðveislu í félagsheimili þess.
Hafliði Sævarsson, bóndi í Fossárdal, varði titil sinn í flokki einstaklinga í þríþrautarkeppninni Öxi, sem fram fór í dag. Lið Sóknarinnar vann í liðakeppni.
Þríþrautarkeppnin Öxi verður haldin öðru sinni laugardaginn 29. júní. Keppnin skiptist upp í sund, hlaup og hjólreiðar. Dagskrá verður alla helgina í tilefni keppninnar í Djúpavogshreppi.