Góður árangur hjá Reyðfirðingum á glímumóti
Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar náðu góðum árangri á hinu árlega grunnskólamóti Glímusambands Íslands um helgina. Í flokknum 10. bekkur strákar röðuðu nemendur úr Grunnskóla Reyðarfjarðar sér í öll þrjú efstu sætin.Hvað þarf til að Höttur haldist uppi?
Höttur tekur á móti deildarmeisturum Keflavíkur í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld. Höttur er í næst neðsta sætinu, fallsæti, en á enn möguleika á að bjarga sér. Til þess þurfa stjörnurnar að raðast rétt upp.Körfubolti: Einar Árni þjálfari við hlið Viðars
Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hött. Hann verður yfirþjálfari yngri flokka auk þess að þjálfa meistaraflokk félagsins með Viðari Erni Hafsteinssyni.Blak: Tímabilið búið hjá karlaliði Þróttar
Meistaraflokkar Þróttar Neskaupstað hafa lokið keppni á Íslandsmótinu í blaki í ár eftir að karlaliðið féll úr leik í átta liða úrslitum gegn KA.Benedikt tekur við sem formaður UÍA
Benedikt Jónsson hefur tekið við sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Fráfarandi formaður, Gunnar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs á sambandsþingi UÍA nýlega en hann hefur verið formaður undanfarin níu ár.