Blak: Viðurkenni að ég átti ekki von á að vinna

Karlalið Þróttar hafði betur gegn Íslandsmeisturum HK í fyrri leik liðanna af tveimur um helgina. Þjálfari liðsins segist ekki hafa átt von á sigri en liðið hafi spilað frábærlega í báðum leikjunum.

Lesa meira

Seinkunn á leik Hattar og KR

Leikur Hattar og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik seinkar til klukkan 20:00 í kvöld vegna seinkunnar á flugi í dag en hann átti að hefjast klukkan 19:15. Íslandsmeistarar KR áttu upphaflega að lenda á Egilsstöðum klukkan 15:30 en vélinni hefur seinkað um þrjá tíma.

María Rún valin íþróttamaður Þróttar

María Rún Karlsdóttir, blakkona, var um helgina útnefnd íþróttamaður Þróttar Neskaupstað fyrir árið 2017. Íþróttamenn úr hverri deild félagsins voru verðlaunaðir fyrir árið við sama tilefni.

Lesa meira

Vonlaust hjá Hetti gegn Keflavík

Höttur er enn án sigurs eftir sjö leiki í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 66-92 tap gegn Keflavík á Egilsstöðum í gærkvöldi. Leikur Hattar gaf aldrei vonir um að liðið ætti séns gegn Suðurnesjaliðinu.

Lesa meira

Draumurinn að vinna Freyjumenið

„Það er alltaf eitthvað sem maður hefur haldið í síðan maður var lítill, að vinna Freyjumenið og verða glímudrotting Íslands,“ sagði Bylgja Ólafsdóttir í viðtali í þættinum Að austan á N4, sem leit við á glímuæfingu á Reyðarfirði til að kynna sér sextíu ára sögu íþróttarinnar í bænum.

Lesa meira

Þróttur skellti Íslandsmeisturunum

Kvennalið Þróttar tyllti sér aftur á toppinn í Mizuno-deild kvenna í blaki með því að vinna báða leiki sína gegn Íslandsmeisturunum HK í Neskaupstað um síðustu helgi. Ekki gekk jafn vel hjá karlaliðinu sem tók á móti Stjörnunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar