Fótbolti: Markatala skilur milli feigs og ófeigs í annarri deild
Fjarðabyggð, Höttur, KV og Vestri eru jöfn að stigum í fallbaráttu annarrar deildar karla í knattspyrnu en Fjarðabyggð er í fallsætinu út af markatölu þegar þrjár umferðir eru eftir. Huginn var eina austfirska liðið sem vann leik sinn um helgina.
Knattspyrna: Markalaust jafntefli kvennaliðanna í baráttuleik
Austfirsku kvennaliðin tvö sem spila í annarri deild, Einherji og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu markalaust jafntefli þegar þau mættust á Vopnafirði á föstudag. Báðir þjálfararnir hrósuðu leikmönnum sínum fyrir mikla baráttu.Knattspyrna: Fjarðabyggð sloppin við fall, Leiknir fallinn
Fjarðabyggð heldur sæti sínu í annarri deild karla eftir 1-1 jafntefli við Hött sem áfram er í bullandi fallhættu. Leiknir er fallinn úr fyrstu deildinni. Fjögur rauð spjöld fóru á loft á Vopnafirði.Leiknir hampaði Launaflsbikarnum
Leiknir Fáskrúðsfirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls, annað árið í röð en liðið lagði Einherja í úrslitaleik í síðustu viku 4-1.
Knattspyrna: Fögnum innilega þessum þremur stigum
Fjarðabyggð náði í þrjú dýrmæt stig í fallbaráttunni í annarri deild karla með 3-1 sigri á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á laugardag. Þjálfarinn er bjartsýnn fyrir lokasprettinn í deildinni.Knattspyrna: Átján ára skoraði þrennu og hélt lífi í vonum Leiknis
Leiknir Fáskrúðsfirði á enn möguleika á að halda sæti sínu í fyrstu deild karla í knattspyrnu eftir 6-0 sigur á Haukum um helgina. Fjarðabyggð vann mikilvægan sigur á Huginn í fallbaráttu annarrar deildar en Höttur flæktist enn frekar í hana. Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis lauk tímabilinu með góðum útisigri.Jörgen stýrir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni út sumarið
Jörgen Sveinn Þorvarðarson tekur við þjálfun kvennaliðs Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis út þessa leiktíð. Sara Atladóttir, þjálfari, fór fyrr í fæðingarorlof en ætlað var.
Álkarl ársins: Faðir minn bannaði mér að hætta
Atli Pálmar Snorrason er sá eini í ár sem lýkur austfirsku þríþrautinni Álkarlinum. Nafnbótina hljóta þeir sem ljúka lengri leiðunum í Urriðavatnssundi, Barðneshlaupi og Tour de Orminum.