Einn fremsti fjallamaður Austurlands, þriggja ára stúlkubarn, heimamaður og ferðamaður frá Singapúr voru meðal þátttakenda í göngu upp að Strútsfossi í Fljótsdal í gær við upphaf Hreyfiviku UMFÍ 2016.
Huginn nýtti eina alvöru færi leiksins til að slá Hött út úr bikarkeppni karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Fellavelli í gærkvöldi. Fjarðabyggð er úr leik eftir að hafa tapað 0-1 á Norðfirði fyrir Sindra frá Höfn leikur deild neðar.
Leiknir Fáskrúðsfirði er úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 1-3 ósigur fyrir Sindra á heimavelli á laugardag. Höttur komst áfram eftir 2-0 sigur á Einherja.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Einherji gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í fyrstu deild kvenna á þessari leiktíð á Fellavelli í gærkvöldi. Fátt var um opin færi í miklum baráttuleik.
Iðkendum fimleikadeildar Hattar hefur gengið afar vel í vetur en deildin fagnar í ár þrjátíu ára afmæli sínu. Fyrir skemmstu voru iðkendur deildarinnar hylltir á fimleikasýningu.
Fjarðabyggð fagnaði sínum fyrsta sigri í sumar þegar liðið vann Leikni 0-1 í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Baráttugleði og gott skipulag skilaði Fjarðabyggð sigrinum. Höttur tapaði á Ísafirði en Einherji vann á Hvolsvelli.
Nýliðar Hugins höfðu betur í Austfjarðaslag fyrstu deildar karla í dag þegar þeir unnu Fjarðabyggð 1-2. Sextán ára framherji Seyðfirðinga reyndist varnarmönnum Fjarðabyggðar erfiður. Höttur tapaði á sjálfsmark á síðustu mínútu og Leiknir lá fyrir Selfossi.
Reyðfirðingurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson stóð uppi sem sigurvegari á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum sem fram fór í Brezt Frakklandi í síðustu viku.