Eggert Gunnþór gengur í Þorskaherinn
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir enska C-deildarliðsins Fleetwood Town. Stjóri liðsins segist sannfærður um að Eskfirðingurinn muni falla vel inn í hópinn.Heiðraður fyrir starfið fyrir Freyfaxa: Byrjaði á að gera við girðingu
Félagar í hestamannafélaginu Freyfaxa afhentu í gær Guðmundi Þorleifssyni viðurkenningu fyrir störf hans innan félagsins í áratugi við lok Fjórðungsmóts hestamanna á Austurlandi sem haldið var á félagsvæðinu að Stekkhólma um helgina.Alþjóðlegur vináttuleikur í Fellabæ
Í gær fór fram alþjóðlegur vináttuleikur á gervigrasvellinum í Fellabæ, en þar tók þriðji flokkur Hattar á móti liði NSÍ frá Runavík í Færeyjum, sem skipað er 16-17 ára gömlum strákum. Færeysku strákarnir hafa verið í æfingabúðum á Akureyri undanfarna viku, en fara nú heim með Norrænu í dag.Knattspyrna: Fjarðabyggðarliðin unnu bæði – Sjáðu mörk karlaliðsins
Bæði karla- og kvennalið Fjarðabyggðar unnu leiki sína í vikunni. Á mánudagskvöld fór kvennaliðið á Hornafjörð og sigraði Sindra og í gærkvöldi unnu karlarnir góðan útisigur á HK.Knattspyrna: Fjarðabyggð á sigurbraut – Fyrsta jafntefli Hattar
Öll austfirsku karlaliðin voru í eldlínunni um helgina og náðu þau misgóðum úrslitum. Fjarðabyggð heldur áfram á sigurbraut í 1. deildinni, Huginn, Leiknir og Höttur náðu ekki að skila þremur stigum í hús í 2. deildinni og Einherjamenn unnu góðan sigur í hátíðarstemningu á Vopnaskaki.Körfubolti: Helgi Björn semur við Hött
Hattarmenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Nú hefur Helgi Björn Einarsson samið við Hött um að leika með félaginu og í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hattar segir að menn á Héraði séu ánægður með að þessi samningur sé frágenginn.Helgi Björn kemur til Hattar frá Haukum þar sem hann lék tæpar 20 mínútur að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Helgi er stór og sterkur leikmaður, en á heimasíðu KKÍ kemur fram að hann sé 195 cm á hæð og rúm 100 kíló. Hann ætti því að geta hjálpað Hattarmönnum í baráttunni í teignum á komandi vetri.
Önnur tíðindi úr herbúðum Hattarmanna eru þau að fyrir nokkrum vikum framlengdu Hreinn Gunnar Birgisson, Sigmar Hákonarson, Ásmundur Hrafn, Benedikt Hjarðar og Stefán Númi Stefánsson samninga sína við félagið. Áður höfðu Eysteinn Bjarni og Mirko Stefán samið við félagið.
Mynd: Hafsteinn Jónasson formaður kkd. Hattar og Helgi Björn handsala samninginn.