Knattspyrna: Fjarðabyggð sigraði toppslaginn – Leiknir vann Hött

QM1T6703Það var af nógu að taka í austfirskri knattspyrnu um helgina. Fjarðabyggð skaut sér upp í annað sæti 1. deildar með góðum heimasigri og Leiknismenn unnu grannaslaginn gegn Hetti. Þá gerði Huginn jafntefli við Sindra á Seyðisfirði og Einherjamenn unnu sterkan sigur gegn KFR og halda í við topplið 3. deildar. Þá fór kvennalið Hattar á Sauðarkrók og þurfti að sætta sig við ósigur gegn Tindastól.

Lesa meira

Eggert Gunnþór gengur í Þorskaherinn

eggert gunnthor vestsjaellandKnattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir enska C-deildarliðsins Fleetwood Town. Stjóri liðsins segist sannfærður um að Eskfirðingurinn muni falla vel inn í hópinn.

Lesa meira

Alþjóðlegur vináttuleikur í Fellabæ

QM1T8445Í gær fór fram alþjóðlegur vináttuleikur á gervigrasvellinum í Fellabæ, en þar tók þriðji flokkur Hattar á móti liði NSÍ frá Runavík í Færeyjum, sem skipað er 16-17 ára gömlum strákum. Færeysku strákarnir hafa verið í æfingabúðum á Akureyri undanfarna viku, en fara nú heim með Norrænu í dag.

Lesa meira

Knattspyrna: Fjarðabyggð á sigurbraut – Fyrsta jafntefli Hattar

fotbolti kff leiknir bikar 0020 webÖll austfirsku karlaliðin voru í eldlínunni um helgina og náðu þau misgóðum úrslitum. Fjarðabyggð heldur áfram á sigurbraut í 1. deildinni, Huginn, Leiknir og Höttur náðu ekki að skila þremur stigum í hús í 2. deildinni og Einherjamenn unnu góðan sigur í hátíðarstemningu á Vopnaskaki.

Lesa meira

Körfubolti: Helgi Björn semur við Hött

helgibjornhötturHattarmenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Nú hefur Helgi Björn Einarsson samið við Hött um að leika með félaginu og í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hattar segir að menn á Héraði séu ánægður með að þessi samningur sé frágenginn.

Helgi Björn kemur til Hattar frá Haukum þar sem hann lék tæpar 20 mínútur að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Helgi er stór og sterkur leikmaður, en á heimasíðu KKÍ kemur fram að hann sé 195 cm á hæð og rúm 100 kíló. Hann ætti því að geta hjálpað Hattarmönnum í baráttunni í teignum á komandi vetri.

Önnur tíðindi úr herbúðum Hattarmanna eru þau að fyrir nokkrum vikum framlengdu Hreinn Gunnar Birgisson, Sigmar Hákonarson, Ásmundur Hrafn, Benedikt Hjarðar og Stefán Númi Stefánsson samninga sína við félagið. Áður höfðu Eysteinn Bjarni og Mirko Stefán samið við félagið.

Mynd: Hafsteinn Jónasson formaður kkd. Hattar og Helgi Björn handsala samninginn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Sumarhátíð UÍA: Margar nýjungar í dagskránni

sprettur sporlangiSumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum um helgina. Dagskrá hátíðarinnar í ár er óvenju fjölbreytt en meðal nýrra keppnisgreina eru púttmót eldri borgara, ljóðaupplestrarkeppni, CrossFit, frísbígolf, götukörfubolti, ringó og bogfimi. Þá verður að sjálfsögðu keppt í sundi og frjálsum íþróttum.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur og Einherji skildu jöfn á Fellavelli – Myndir

QM1T7123Höttur og Einherji mættust í sannkölluðum botnslag í C-riðli 1. deildar kvennar í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru Hattarstúlkur án stiga í neðsta sæti riðilsins, en lið Einherja hafði náð í eitt stig og sat í næstneðsta sætinu. Skemmst er frá því að segja að bæði lið bættu við sig einu stigi og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.