Fjarðabyggð tekur á móti úrvalsdeildarliði Vals í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 18:00 í dag. Þjálfari Fjarðabyggðar segir gaman að fá jafn sterkt lið og Val í heimsókn en heimamenn eru tilbúnir að koma gestum sínum óþægilega á óvart.
Skipuleggjendur Fjórðungsmóts Austurlands í hestaíþróttum kynntu í vikunni merki mótsins sem listamaðurinn Pétur Behrens hannaði. Úrtökumót standa yfir fyrir mótið sem búist er við að um eitt þúsund gestir sæki.
Matthías Haraldsson, landsliðsmaður í blaki og starfsmaður Alcoa Fjarðaáls, tekur um þessar mundir þátt í hreyfiátaki Alcoa á heimsvísu sem felst í að mæla hve mikið starfsmenn hreyfa sig. Matthías spilaði með skrefamæli fyrirtækisins á Smáþjóðaleikunum í síðustu viku.
Höttur hefur komist að samkomulagi við Mirko Stefán Virijevic um að hann leiki með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Mirko lék á síðasta tímabili með Njarðvík og þar á undan KFÍ. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hattar segir að Mirko eigi eftir að koma með mikla reynslu og gæði í ungt Hattarliðið.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari sigurliðs Hattar í fyrstu deild karla í körfuknattleik var valinn þjálfari ársins í deildinni á uppskeruhátíð Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór fyrir skemmstu.
Vala Ormarsdóttir, leikmaður kvennaliðs Fjarðabyggðar, varð fyrir slæmum meiðslum í leik liðsins gegn Einherja á Norðfjarðarvelli síðastliðið fimmtudagskvöld. Hún lenti þá í hörðu samstuði við leikmann gestanna og lá óvíg eftir.
Austfirsku knattspyrnuliðin höfðu í nógu að snúast um nýliðna helgi. Fjarðabyggð, Höttur og Einherji unnu sína leiki, en Huginn og Leiknir mættust á Fellavelli og gerðu jafntefli í mjög kaflaskiptum leik.
Á laugardag voru austfirsku liðin í eldlínunni í 1. og 2. deild karla. Fjarðabyggð, Leiknir og Höttur unnu góða heimasigra, en Huginsmenn töpuðu sínum fyrsta leik gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ.