Blak: Mikil barátta í heimaleikjum helgarinnar

Á laugardaginn síðastliðinn tóku lið Þróttar Fjarðabyggðar á móti KA í tveimur æsispennandi heimaleikjum í úrvalsdeildum kvenna og karla í blaki. Fyrir leikinn voru lið KA sigurstranglegri en lið Þróttar mættu ákveðinn til leiks og gáfu ekkert eftir. Karlaleikurinn var spennandi og mikil barátta um stigin en Þrótturum tókst að tryggja sér sigur er leiknum lauk 3-1 og nældu sér í mikilvæg 3 stig. Kvennaleikurinn endaði í 5 hrinum, og endaði leikurinn 2-3 KA konum í vil. Þróttarstúlkur fengu því 1 stig úr leiknum og KA stúlkur fengu 2 stig með sér heim.

Lesa meira

Blak: Öruggur sigur og svekkjandi tap í Neskaupstað

Í gær fóru fram tveir leikir í úrvalsdeild karla og kvenna í blaki í Neskaupstað. Leikirnir áttu að fara fram á laugardaginn en þeim var frestað vegna veðurs. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Stálúlfs og unnu leikinn 3-0 með yfirburðum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Álftanes sem var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en leikurinn endaði í oddahrinu og fór 3-2 fyrir Álftanes.

Lesa meira

Blak: Tveir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki í Danmörku

Um síðustu helgi urðu tveir ungir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki með liði sínu Marienlyst-Fortuna í bikarkeppninni í Danmörku. Það eru þeir Þórarinn Örn Jónsson og Galdur Máni Davíðsson en báðir hafa spilað með liði Þróttar í Neskaupstað stærstan hluta ferilsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar