Kristín Linda Jónsdóttir í framboði í Norðausturkjördæmi
Kristín Linda Jónsdóttir Miðhvammi í Þingeyjarsveit sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Búið að draga úr hreindýraveiðileyfum
Dregið var úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi í dag. Ævinlega er mikil eftirvænting meðal umsækjenda þennan dag, enda sumir sem fá dýr ár eftir ár meðan aðrir sitja eftir með sárt ennið eitt árið enn. Veiða má 1.333 dýr í ár. Um þau bárust 3.265 umsóknir, en þar af voru 38 ógildar. 54 umsóknir voru erlendis frá. Fjöldi manns er að venju á biðlista og eiga tugir þeirra ágætan möguleika á að fá veiðileyfi, þar sem alltaf er eitthvað um að menn skili inn veittu veiðileyfi.
Ábyrgð fylgir orðum
Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar um gildi gagnrýnnar hugsunar:
Svala gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri á Akureyri, gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Svala er uppalin í Kópavogi, en hefur verið búsett á Akureyri undanfarin ár. Hún tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar og var fyrsti formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, auk þess sem hún hefur verið varamaður í framkvæmdastjórn flokksins.
Einar Már sækist eftir 2. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi
Einar Már Sigurðarson alþingismaður gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Einar Már skipaði 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í kjördæminu í alþingiskosningunum árin 2003 og 2007. Hann var í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Austurlandskjördæmi árið 1999 og hefur setið á Alþingi síðan.
Baldvin Ari Guðlaugsson stóð við stóru orðin
Ístölt Austurlands 2009 fór fram á laugardag í Egilsstaðavík. Mótið var haldið í blíðskaparveðri á Lagafljóti og mjög vel heppnað í alla staði. Eins og kom fram á Hestafréttum, sagðist Baldvin Ari Guðlaugsson ætla að vinna alla flokkana sem hann tæki þátt í. Hann stóð við stóru orðin og vann bæði A- og B-flokk gæðinga, en dró sig úr keppni í tölti svo kollegar hans fengu tækifæri til þess að vinna. Sigurvegari í tölti var Tryggvi Björnsson á Júpíter frá Egilsstaðabæ.
Tíu ára farsælt samstarf ferðaþjónustunnar undir merkjum Markaðsstofu
Markaðsstofa Austurlands fagna tíu ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður hinn 7. mars næstkomandi blásið til afmælishátíðar. Í nýju fréttabréfi Markaðsstofu Austurlands skrifar Skúli Björn Gunnarsson, stjórnarformaður MA, pistil í tilefni afmælisins. Hér er jafnframt birt dagskrá afmælishátíðarinnar.
18 í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi
Alls gefa 18 kost á sér fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og er framboðsfrestur runninn út. Kjörfundur verður laugardaginn 7. mars. Sjö konur gefa kost á sér og 11 karlar. Sex falast eftir fyrsta sætinu.