Höfundur: Eysteinn Þór Kristinsson og Guðlaug Ragnarsdóttir • Skrifað: .
Á föstudag var Stefán Már Guðmundsson formaður okkar lagður til hans hinstu hvíldar, en Stefán lést þann 13. mars síðastliðin langt, langt fyrir aldur fram. Stefán var vart kominn í gegnum Oddsskarðsgöngin er leiðir hans og stjórnar Íþróttafélagsins Þróttar lágu saman.
Það er öllum venjulegum Íslendingum ljóst að vegakerfið hér á landi er komið að þolmörkum, og vonandi er þér það ljóst líka, herra Jón. Framlag til nýframkvæmda í vegagerð er lægra hérlendis en í löndunum sem við berum okkur saman við. Reyndar var það þannig fyrir stuttu síðan að það var lægra en hafði verið í 30 ár. Svona getur þetta ekki gengið lengur, Jón minn. Ríkisstjórn þín verður að gera eitthvað í málinu. Þjóðin krefst þess.
Ég er í hópi á Facebook sem heitir „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun.“ Það er líklega eðlilegt að hópur með því nafni verði svolítið á neikvæðu nótunum. Þar er fólk almennt að lýsa upplifun sinni á dýru innanlandsflugi, sem reyndar er oftar en ekki ástæða þess að fólk virðist almennt hætt að nota innanlandsflugið. Lætur sér að góðu verða að ferðast heilu og hálfu sólarhringana í bíl - allavega hluta ársins, því augljóslega er það ekki fyrir alla að ferðast á þjóðvegum landsins yfir vetrarmánuðina.
Stefán Már Guðmundsson, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, verður borinn til grafar í dag. Samstarfsfólk hans, bæði í VA og Grunnskóla Reyðarfjarðar minnast hans hér.
Síðastliðinn föstudag tók ég, fyrir hönd foreldra í MA, þátt í foreldrarölti á Akureyri þar sem ég bý. Þetta er samstarfsverkefni grunnskóla og framhaldsskóla bæjarins, með því er ætlunin að ljá börnum okkar og unglingum lið, veita þeim aðhald og vera til aðstoðar ef skemmtunin fer úr böndunum.
Nú þegar að nýtt ár er hafið fer vel á því að líta yfir farinn veg og aðgæta hvort þar sé að finna einhverjar vörður til framtíðar og ef svo er þá hverjar. Eins eru þetta hentug tímamót til að horfa til þess sem framundan er.
Höfundur: Orri Smárason og Sigurður Ólafsson • Skrifað: .
Nokkrar fréttir í síðustu viku slógu okkur utanundir: Fyrsta frétt: „Ungum konum fjölgar á örorku“: Nýúrskurðaðir öryrkjar voru fimmtungi fleiri í fyrra en árið á undan. Hlutfallsleg aukning hjá ungum konum er 60 af hundraði. Stór hluti þessarar aukningar er andleg örorka. Önnur frétt: „Ungt fólk á Íslandi þunglyndast allra“: Ungt fólk á Íslandi finnur mun oftar fyrir þunlyndiseinkennum en ungt fólk hjá öðrum þjóðum Evrópu.
Þegar ég var lítil hafði ég mikinn áhuga á litlum apaböngsum sem kölluðust „monsur“ og einnig því að klippa fólk og fylgihluti út úr Freemans og Kays-vörulistum, raða þeim saman og skapa nýjar fígúrur. Þar á eftir heillaðist ég af Duran Duran og Madonnu, sem ég reyndar dái enn. Því næst fór ég að safna stelli og öllu sem heimili tilheyrði þar sem ég fór snemma að búa og standa á eigin fótum. Svo þetta hefðbundna, bleijur, blautþurrkutegundir, útivist og ferðalög.
Hæ! Ég heiti Guðrún. Ég er 27 ára og ólst upp í Kópavogi. Í febrúar 2015 bauðst mér starf innan míns sérsviðs úti á landi og ég flutti því austur. Nei, ekki bara austur fyrir fjall heldur, þú veist, austur. Flestar tilkynningar þess efnis fóru einhvern veginn svona: