Skemmtilegar myndir á heraust.is

Ýmsu nýju efni hefur nú verið bætti inn á vef Héraðsskjalasafns Austurlands, www.heraust.is. Þar má m.a. finna frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnahússins, undir flokknum Fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu héraðsskjalasafnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna, en hún nefnist Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

Lesa meira

Vetrarfærð að vori

Farfuglar í hreiðurgerð sungu hástöfum í nokkurra sentimetra nýföllnum snjó víða um Austurland í morgun. Ástand vega er samkvæmt því; Öxi og Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði ófærar, verið að moka á Vatnsskarði og Vopnafjarðarheiði, krapi og snjór á Sandvíkurheiði og Fagradal og hálkublettir og krap í Oddsskarði og á Fjarðarheiði. Greiðfært er með ströndinni. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð á Mývatnsöræfum. Gert er ráð fyrir rigningu eða slyddu í dag, 2 til 7 gráðu hita og helst að birti upp á suðausturlandi. Á morgun gerir spá ráð fyrir að bjart verði með köflum og kaldara, með vindi úr norðvestri.

snjr_vefur.jpg

Frumkvöðlanámskeið fyrir innflytjendur

Frumkvöðlanámskeið fyrir innflytjendur verður haldið á vegum Þekkingarnets Austurlands dagana 16.-30. maí 2009. Námið er skipulagt þrjá laugardaga í maí þar sem þátttakendur fá þjálfun í þróun viðskiptahugmynda, gerð viðskiptaáætlunar, fjármögnun og samningatækni. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni drög að viðskiptaáætlun með aðstoð leiðbeinanda. 

namsvisir_v09.jpg

Lesa meira

Vegfarendur hafi enn varann á

Á norðaustanverðu landinu snjóaði víða nú í morgunsárið og vindur var úr norðvestri, 14-19 m/sek. Á Austfjörðum er rigning eða slydda, snjókoma til fjalla og 7-17 m/sek. Hiti rétt ofan við frosmark.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er stórhríð á Fjarðarheiði og 15 m/sek. Skafrenningur, krapi og snjór er á Fagradal og 14 m/sek og hálkublettir á Oddskarði. Öxi er ófær og á Breiðdalsheiði er þæfingur og stendur samkvæmt korti Vegagerðarinnar til að moka þar. Vegfarendur er beðnir að kynna sér færð á vegum áður en lagt er upp.

veur_net.jpg

Lesa meira

Hassplöntur fundust á Berufjarðarströnd

Lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði gerði í gær upptækar á annan tug hassplantna á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Plöntunar voru á forræktunarstigi. Lögreglan á Eskifirði segist hafa haft veður af ræktuninni um tíma. Farið var á bæinn í gær í samvinnu við fíkniefnadeildarmenn frá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, enda ekki um heimafólk að ræða. Svo virðist sem einhverjir hafi leigt bæinn eða fengið að láni, en það er óljóst. Lögregla hefur yfirheyrt fleiri en einn sem eru taldir viðriðnir ræktunina.  Samkvæmt heimildum Austurgluggans var bærinn fullur af plöntum og búið að rífa allt innan úr honum og átti augljóslega að hefja þar umfangsmikla ræktun.

cannabis.jpg

Eru Austfirðingar eintómir vitleysingar?

Jón Knútur Ásmundsson skrifar:   Ég á kunningja sem á kunningja sem eitt sinn þekkti Gísla heitinn á Uppsölum í Selárdal. Gísli var, eins og þið munið eflaust, einsetumaður og hafði, svo maður orði það nú pent, ekki tekið þátt í lífsgæðakapphlaupi Vesturlanda eftir seinna stríð. Eða þannig.

Lesa meira

Ökumenn sýni aðgæslu vegna færðar

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð. Snjóþekja og éljagangur er á Víkurskarði og ófært er á Hólasandi. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Mývatns - og Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Sandvíkurheiði, Vatnsskarði eystra og einnig út við ströndina. Þæfingsfærð og snjókoma er á Fjarðarheiði og snjóþekja á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur eru á Oddskarði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði og ófært er á Öxi.

enn_snjar_vefur.jpg

 

Lesa meira

Austurglugginn kominn út

Í Austurglugga þessarar viku er að vanda margt forvitnilegt. Á forsíðu er viðtal við menn á Eskifirði sem vilja koma upp minningargrafreit fyrir ástvini sem hafið hefur tekið. Ítarleg úttekt er gerð á núverandi Vaxtarsamningi Austurlands, en honum lýkur undir áramót. Auk frétta og aðsendra greina eru svo umfjallanir og myndir frá Þjóðleik, Öldungablakinu og List án landamæra. Allir þurfa að eignast Austurgluggann, sem fæst á betri blaðsölustöðum.

agl_kominn_t1.jpg

Vel heppnað öldungablak

Öldungamóti í blaki 2009 er nú lokið og liðin 108 sem þátt tóku ásamt fylgifiskum tygja sig brátt til heimferðar. Þrotlaust hefur verið spilað frá því á fimmtudag, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, í Fellabæ og Brúarási og þykir mótið hafa farið hið besta fram.

steingrmur_j.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar