Þögnin rofin – breytinga er þörf

kristjan ingimarssonMikil óvissa ríkir nú í atvinnumálum á Djúpavogi eftir að Vísir hf tilkynnti að þeir hyggðust hætta fiskvinnslu á staðnum. Vonandi rætist úr en margar spurningar hafa vaknað síðustu vikur og fáum hefur verið svarað.

Lesa meira

Undrabarn í fótbolta, þunglyndið mitt, vonbrigði og aðrar pælingar

sigurdur donys sigurdsson webUndanfarið hafa hugrakkir leikmenn stigið fram og lýst sinni reynslu af geðsjúkdómum og langar mig að bætast í hóp þeirra um leið og ég þakka þeim fyrir að rjúfa þögnina.

Það er margt í lífinu sem mér finnst skemmtilegt að gera og eitt af því er að spila fótbolta. Ég þakka guði í dag fyrir að leyfa mér að spila fótbolta með heimaliðinu.

Lesa meira

Sveitarfélög og svæðisbundin fjölmiðlun

hrafnkell larusson headshotSvæðisfjölmiðlun er mikilvæg fyrir samskipti íbúa, þróun lýðræðis og sköpun sjálfsmyndar. Aðgangur að upplýsingum um samfélagið og möguleiki til þátttöku í umræðum um þróun þess hafa sérstaklega verið tilgreind meðal mikilvægra þátta í lífsgæðum í dreifðari byggðum. Það skiptir máli að hafa „eigin rödd" sem ber á borð málefni samfélagsins og skapar samtal um mál sem kannski hafa litla þýðingu á landsvísu – og koma ekki til umræðu á þeim vettvangi – en geta skipt íbúa í ákveðnum byggðarlögum eða landshlutum miklu máli.

Lesa meira

Athugasemd við grein Kristjáns Ingimarssonar

sverrir mar albertssonKristján Ingimarsson gerir athugasemd við athafnir- eða réttara sagt athafnaleysi AFL Starfsgreinafélags í kjölfar tilkynningar Vísis hf . um flutning vinnslu frá Djúpavogi til Grindavíkur. Kristján hefur algerlega rétt fyrir sér í því að félagið hefði getað komið fram opinberlega til að sýna bæjarbúum stuðning en verulegur vafi er á að yfirlýsingar félagsins hefðu haft minnstu áhrif á ákvörðun fyrirtækisins.

Lesa meira

Heill heilsu: Verum meðvituð í núinu.

kristin bjorg albertsdottir hsaÍ þessum pistli kýs ég að víkja örstutt að andlegri heilsu og hvað við getum gert til þess að bæta andlega líðan okkar hér og nú. Rétt eins og með líkamlegt heilbrigði, ráðum við miklu um það hvernig okkur líður andlega á líðandi stundu.

Lesa meira

Uppbygging göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð

kristín-gestsdottir-xd-3 webÍ lok árs 2008 opnaðist tækifæri fyrir okkur fjölskylduna að söðla um og flytja út á land. Ég er borin og barnfædd í höfuðborginni en maðurinn minn alinn upp suður með sjó. Við tókum slaginn og fluttum með það að markmiði að búa á Reyðarfirði í tvö ár, síðan eru liðin rúm fimm ár. Á þessum fimm árum hef ég reglulega ígrundað þá ákvörðun okkar fjölskyldunnar að búa hér áfram. Kostina og gallana hef ég listað upp og alltaf hefur fyrrnefndi flokkurinn vegið þyngra en sá síðari, og það umtalsvert.

Lesa meira

Opinn hugbúnaður í stjórnsýslu

Garðar Valur HallfreðssonAð vinna á opinn hugbúnað og nota svokölluð opin skráarsnið er ekki víðtekin venja hér á Fróni. Slíkt hefur þó notið vaxandi vinsælda erlendis, ekki síst í opinberri starfsemi. Slíkur hugbúnaður byggir á forritunarkóða sem er gerður aðgengilegur notendum en er að öðru leyti ekki frábrugðin öðrum hugbúnaði í eðli sínu. Með auknum vinsældum opins hugbúnaðar hefur slíkt stuðlað að aukinni samkeppni á markaði sem áður einkenndist af yfirburðarstöðu fárra framleiðenda.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar