Rúmlega fertugur karlmaður lést í vinnuslysi við höfnina á Djúpavogi í
dag. Slysið varð laust fyrir klukkan þrjú í dag. Krani í landi, sem
notaður var við að nota salt úr skipi, brotnaði og féll á mann sem þarna
var við vinnu sína. Lögreglan á Eskifirði og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka málið.
Framlag ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) skerðist um
rúmar 70 milljónir króna gangi hugmyndir sem settar eru fram í fjárlögum
eftir. Að auki þarf stofnunin að ná niður um 150 milljóna vegna halla á
rekstri og frestaðs sparnaðar á þessu ári.
Úrgangur frá skipum og fiskimjölsverksmiðju hafa tvisvar á skömmum tíma
farið í höfnina á Norðfirði. Heimamenn eru óánægðir með uppsögn
Umhverfisstofnunar á þjónustusamningum við Heilbrigðiseftirlit
Austurlands (HAUST) um eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum.
Stúlka á átjánda ári fórst í umferðarslysi á Fagradal í morgun. Vinkona
hennar, sem var farþegi, slasaðist mikið og var flutt með sjúkraflugi
til Reykjavíkur. Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju í kvöld.
Hálfþrítugur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið
fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir fjárdrátt. Maðurinn fjarlægði
vél, gírkassa og útvarpstæki úr bifreið í eigu
fjármögnunarfyrirtækisins. Dómari gagnrýnir að rannsókn málsins hafi að
mestu legið niðri í heil tvö ár.
Tjörvi Hrafnkelsson, bæjarfulltrúi L-lista Héraðslistans á
Fljótsdalshéraði, er farinn í árs leyfi frá bæjarstjórn og nefndum
Fljótsdalshéraðs vegna anna í vinnu. Ragnhildur Rós Indriðadóttir tekur sæti hans.
Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss. Þar rákust vörubíll og fólksbíll, sem komu úr sitt hvorri áttinni, saman um hálf níu leytið í morgun.
Félagsmenn í AFLi Starfsgreinafélagi lýsa aðgerðum ríkisstjórnarinnar í
byggðamálum sem tilviljanakenndum og þær einkennist af kjördæmapoti.
Þeir telja verkalýðshreyfinguna þann aðila sem best sé treystandi til
þess að stýra upplýstri umræðu um mögulega aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Þeir vilja klára viðræðurnar og kjósa um aðild.
Fyrirtækið Sóley Minerals hefur sótt um að leita að magnetíti úti fyrir
Austfjörðum. Sveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdalshérað hafa
veitt jákvæða umsögn þar um. Um nýjan vettvang er að ræða í mögulegri
nýtingu náttúruauðæva við Ísland.