Fáskrúðsfirðingar þreyttir á krapaflóðum

fjardabyggd_pult.jpgÍbúar á Fáskrúðsfirði segjast þreyttir á aðgerðaleysi sveitarfélagsins Fjarðabyggðar sem ekkert hafi gert til að sporna gegn krapa- og aurflóðum í bænum. Nokkurt tjón varð af slíkum flóðum á húsum og görðum við Skólabrekku fyrir skemmstu.

 

Lesa meira

Holt og heiðar fengu viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs

holt_og_heidar_fff.jpgMatvælafyrirtækið Holt og hæðir ehf. hlaut fyrir skemmstu viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs „Frumkvæði til framfara 2010.“ Viðurkenningin er árleg og veitt fyrirtæki eða einstaklingum sem þykja hafa skarað framúr í nýsköpun og atvinnuþróun í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

 

Lesa meira

Fundað á Öxi: Snjómokstur ekki á ábyrgð eins sveitarfélags - Myndir

oxi_fundurjan11_web.jpgBæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps eru sammála um að Djúpavogshreppur eigi ekki eitt sveitarfélaga að bera kostnað af snjómokstri á veginum yfir Öxi. Ályktun þess efnis var samþykkt á sameiginlegum fundi á Merkjahrygg á Öxi seinasta föstudag.

 

Lesa meira

Stórbrotið fræðirit: Sveppabók Helga tilnefnd til fleiri verðlauna

helgi_hall.jpgBók Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum, er meðal tíu bóka sem tilnefnda eru til Viðurkenningar Hagþenkis, einhverra virtustu og veglegustu verðlauna sem íslenskum fræðimönnum og höfundum fræðilegra rita á Íslandi getur hlotnast.

 

Lesa meira

ESA: Fjölfosfatabanni framfylgt víðar en hér

esb_fani.jpgÓlafur Valsson, yfirmaður matvælaeftirlits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) segir stofnunina fylgjast með því að önnur aðildarríki framfylgi banni með notkun fjölfosfata við saltfiskvinnslu.

 

Lesa meira

Verkfall dæmt ólögmætt

afl.gifFélagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall félagsmanna AFLs starfsgreinafélags í fiskimjölsverksmiðjum ólögmætt. Einn dómari skilaði sératkvæði.

 

Lesa meira

Um 40% austfirska fyrirtækja í vandræðum

sveinn_kyndist.jpgTæp fjörutíu prósent austfirskra fyrirtækja glíma við áhættu í rekstri umfram það sem eðlilegt getur talist eða eru orðin ógjaldfær eða í alvarlegum vanskilum. Sérfræðingur segir lykilatriði að bjarga fyrirtækjum á landsbyggðinni.

 

Lesa meira

Eimskip ekki svarað vikum saman: Kjaradeila til sáttasemjara

afl.gifAFL Starfsgreinafélag hefur vísað kjaradeilu sinni við Eimskipafélag Íslands vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði til ríkissáttasemjara. Fyrst var óskað eftir viðræðum um sérkjarasamning vegna vinnustaðarins haustið 2009 en síðustu vikur hefur fyrirtækið ekki svarað AFLi.

 

Lesa meira

Gettu betur hefst í kvöld: Gamall ME-ingur þjálfar mótherjana

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur hefst á Rás 2 í kvöld. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 19.30 með keppni Flensborgarskóla og Borgarholtsskóla. Síðan mætir Menntaskólinn á Egilsstöðum liði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ en það þjálfar fyrrum keppandi ME. Lið ME og Verkmenntaskóla Austurlands mættust í æfingakeppni í gærkvöldi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar