Djúpivogur: Tjarnarklukka friðlýst

Búsvæði tjarnaklukku á Hálsum við Djúpavog hefur verið friðlýst.  Umhverfisráðherra og sveitarstjóri Djúpavogshrepps undirrituðu friðlýsinguna nýverið.

Lesa meira

Fjarðabyggð, ME og VA úr leik í spurningakeppnum

fbyggd_utsvar_kb_gudmrafnk_jonsi_11022011.jpgVeturinn virðist ekki gjöfulur fyrir austfirsk spurningalið. Fljótsdalshérað datt í fyrstu umferð spurningakeppninnar Útsvars og á föstudag féll Fjarðabyggð úr leik. Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands eru fallnir út úr Gettu betur.

 

Lesa meira

Ólöglegt brottnám: Móður gert að fara með dætur sínar til Danmerkur eða afhenda þær föðurnum

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gifHéraðsdómur Austurland hefur gert móður að afhenda barnsföður sínum telpur þeirra þrjár eða snúa með þær sjálf til Danmerkur þar sem forsjármál parsins er fyrir dómstólum. Móðirin segir föðurinn hafa beitt sig og dæturnar ofbeldi. Sálfræðingur sagði börnin hvorki sýna merki um að hafa orðið fyrir ofbeldi né orðið vitni að því.

 

Lesa meira

Vetraríþróttir og ferðamennska

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs  boðaði til ráðstefnu um Vetraríþóttir og ferðamennsku á Hótel Héraði í gær miðvikudag. Ráðstefnan var vel sótt af fólki alls staðar að af Austurlandi.

Lesa meira

Verkfalli aflýst: Samstaðan brast

sverrir_mar_albertsson.jpgFyrirhuguðu verkfalli starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum hefur verið afboðað. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, segir að upp hafi verið komin sú staða að verkfallið myndi ekki skila þeim árangri sem að var stefnt.

 

Lesa meira

112 dagurinn á Egilsstöðum

rutuslys_bessastadabrekka.jpgFélagar í Björgunarsveitinni Héraði ætla í dag að kynna starfsemi sína og annarra viðbragðsaðila í dag í tilefni af 112 deginum við Samkaup á Egilsstöðum á milli 16 og 19 í dag.

 

AFL: Fullyrðingar um ofurlaun bræðslumanna kjaftæði

afl.gifSverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, segir það þvætting að starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum séu á ofurlaunum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafi haldið fram í málflutningi sínum í samningaviðræðum við bræðslumennina haldi ekki vatni.

 

Lesa meira

Vilja flýta byggingu leikskóla á Norðfirði

nesk.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar heitir að leita áfram allra leiða til að flýta byggingu nýs leikskóla á Norðfirði. Samkvæmt áætlunum er þó ekki gert ráð fyrir fjármagni til byggingarinnar fyrr en árið 2014.

Lesa meira

Allt útlit fyrir verkfall bræðslumanna í kvöld

afl.gifAllt útlit er fyrir að starfsmenn fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi leggi niður vinnu klukkan hálf átta. Sáttafundir halda áfram í dag. Segja má að verkfallið sé þegar hafið þar sem loðnuflotinn er kominn til hafnar.

 

Lesa meira

Vilja lækka húshitunarkostnað á köldum svæðum

althingi_roskva.jpgFimm þingmenn úr Norðausturkjördæmi eru meðal þeirra sem nýverið lögðu fram þingsályktunartillögu um lækkun húshitunarkostnaðar á köldum svæðum. Þessi kostnaðarliður hefur hækkað hjá heimilum á landsbyggðinni undanfarin ár og hækkaði enn frekar um seinustu áramót þegar endurgreiðslu skatts af húshitun var hætt.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.