Atvinnuleysi eykst á Austurlandi
Atvinnuleysi á Austurlandi hefur aukist um ein 20% á rúmu ári. Verst er staðan meðal iðnaðarmanna. Hlutfall atvinnulausra á svæðinu er samt lægra en gengur og gerist á landinu.
Atvinnuleysi á Austurlandi hefur aukist um ein 20% á rúmu ári. Verst er staðan meðal iðnaðarmanna. Hlutfall atvinnulausra á svæðinu er samt lægra en gengur og gerist á landinu.
Fjölmargar áramótabrennur og flugeldasýningar eru fyrirhugaðar á Austurlandi í kvöld.
Tíu starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður sagt upp á morgun. Ástæðan er kröfur um rúmlega 100 milljóna króna sparnað.
Síldarvinnslan stendur á morgun fyrir opnum fundi um sjávarútvegsmál í Nesskóla. Meðal fyrirlesara er Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands.
Gert er ráð fyrir ríflega sextíu milljóna króna afgangi hjá Vopnafjarðarhreppi í fjárhagsáætlun ársins. Sveitarfélagið ætlar að halda að sér höndum í fjárfestingum og framkvæmdum.
Veðurfræðingar spá því að vel muni viðra til flugeldaskota á Austfjörðum. Þótt hvasst verði fyrri partinn á morgun eigi að lægja með kvöldinu og vera léttskýjað yfir stærstum hluta landsfjórðungsins.
Bændur á Stórhóli í Álftafirði fluttu um 150 kindur suður til Hornafjarðar áður en til vörslusviptingar kom fyrir jól. Matvælastofnun hafði óskað eftir því við sýslumanninn að á annað hundrað fjár yrði tekið úr vörslu ábúenda þar sem ekki væri pláss fyrir það í húsunum.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Egilsstöðum seinustu nótt vegna slagsmála við dansleik þar. Björgunarsveitir voru kallaðar út til föstum ferðalöngum á heiðum um jólin. Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni á Eskifirði seinustu nótt.
Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refsstað í Vopnafirði, var í dag sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar. Forseti Íslands sæmdi hana og ellefu aðra orðunni við athöfn á Bessastöðum í dag.
Fyrir jól var hafist handa við að reisa nýja gistiálmu við Hótel Hallormsstað. Nýju álman verður tæpir 1000 fermetrar á þremur hæðum með 28 herbergjum. Reiknað er með að nýja álmann verði tekin í notkun 1. júní. Hótelið ræður þá yfir 83 herbergjum á sumrin en 59 á veturna.
Ríflega þrjátíu stiga hitamunur á innan við viku er mesta hitasveifla sem mælst hefur á Egilsstöðum á þessum ársttíma. Eftir að allt fór á kafi í snjó seinustu dagana fyrir jól er nú næstum allur snjór horfinn eftir asahláku á jóladag og annan dag jóla.
Rekstur Egilsbúðar í Neskaupstað hefur verið auglýstur laus til umsóknar. Þar er félagsheimili Norðfirðinga, hótel og veitingastaður og hefur verið svo árum skiptir.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.