Gullgrafaraæði í uppsiglingu á Austurlandi?

Ástralska fyrirtækið Platina Resources Ltd. hefur sótt um leyfi til að leita að gulli og öðrum málmum á Austurlandi. Landeigendum um nær allt Austurland hefur verið sent bréf vegna málsins. Áhugaverðustu svæðin eru við Vopnafjörð, Borgarfjörð og Breiðdalsvík.

 

Lesa meira

Nýtt félag tekur við Hofsá

Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár mun taka taka við þjónustu og sölu veiðileyfa í Hofsá eftir 19. ágúst nk. af Stangveiðifélagi Hofsá ehf.

 

Lesa meira

Skemmtiferðaskip á Seyðisfjörð

Skemmtiferðaskipið Athena lagðist að bryggju við Strandarbakka á Seyðisfirði í morgun. Athena er þó ekki fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landins þetta árið. Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer kom til Djúpavogs í gær með 150 farþega og lagðist að bryggju í Gleðivík.

Lesa meira

Fundi félagsmálaráðherra í kvöld frestað

arni_pall3.jpg Fundi félagsmálaráðherra um skuldastöðu heimilanna sem vera átti á Reyðarfirði í kvöld 18. maí hefur verið frestað þar sem hann stangaðist á við sameiginlegan framboðsfund í Fjarðarbyggð. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

 

Tíu tíma maraþonfundur hreppsnefndar

Seinasti fundur hreppsnefndar Fljótsdalshrepps tók tæpar tíu klukkustundir. Oddvitinn segir sjaldgæft að fundirnir verði svo langir.

 

Lesa meira

Öskufall í Másseli í Jökulsárhlíð

Heimilisfólk í Máseli í Jökulsárhlíð tók eftir að aska frá Eyjafjallajökli fór að berast með suðvestlægum vindum.  ,,Það var svona upp úr klukkan sjö í morgun sem þetta byrjaði og stóð fram undir klukkan ellefu", sagði Sunna Þórarinsdóttir í Másseli.

Lesa meira

Hannes er ekki að flytja á Höfn

Hannes Sigmarsson, læknir á Eskifirði, segir ekkert hæft í sögum um að hann sé að flytja á Höfn. Hann segist hafa sótt um læknisstarf sem auglýst hafi verið í Fjarðabyggð.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar