Lögreglan telur að ekki hafi verið um að ræða íkveikju af ásettu ráði þegar eldur kom upp í timburgámi við Post Hostel á Seyðisfirði aðfaranótt miðvikudags. Skjót viðbrögð á staðnum skiptu sköpum.
Ingunn Snædal, kennari í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði, er veðurteppt í skólanum sem stendur rétt við heimili hennar. Hún segir aftakaveður á svæðinu.
Aftakaveður er á Austfjörðum í dag og útlit fyrir að vindur muni enn aukast út við ströndina. Björgunarsveitir hafa verið á ferðinni í morgun en almennt virðist fólk halda sig heima.
1. desember síðastliðinn afhentu þau Edda Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson og Ólöf Ólafsdóttir sveitarfélaginu til varðveislu fána, sem byggingarnefnd Valaskjálfar gaf eigendum hússins við vígslu þess árið 1966. Fáninn hefur verið í reiðileysi undanfarin ár þar til Edda fann hann, hreinsaði og hefur varðveitt síðan.
Hlyni Bragasyni hjá Sæti ehf. sem annast akstur almenningssamganga á Fljótsdalshéraði brá heldur í brún þegar hann mætti í vinnuna í morgun því strætisvagninn var fullur af snjó.
Skólahaldi hefur verið aflýst nú þegar í minnst sjö grunnskólum á Austurlandi og þremur leikskólum. Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn í leikskólana í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellum en þar hefur starfsfólk átt erfitt með að komast til vinnu.
Forsvarsmenn Laxa fiskeldis hafa safnað um einum milljarði króna í hlutafé til uppbyggingar á Austfjörðum. Þeir hafa áform um að rækta allt að 25.000 tonn af laxi sem myndi gera fyrirtækið að stærstu eldisstöð landsins.