Félagar úr Snarrótinni – samtökum um borgaraleg réttindi hyggjast dreifa fræðsluefni um stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga á rokkhátíðinni Eistnaflugi um helgina. Réttindin snúa einkum að líkamsleit lögreglu sem félagar segja á gráu svæði. Austurfrétt ræddi við ritarann Björgvin Mýrdal og Norðfirðinginn Evu Björk Káradóttur um starfsemi samtakanna.
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði var um miðjan dag í gær kölluð út til að bjarga lítilli trillu sem strandaði að austanverðu í firðinum. Formaður sveitarinnar segir björgunina hafa gengið vel.
Um síðustu mánaðamót sameinaðist Verkfræðistofa Austurlands EFLU verkfræðistofu. Fyrirtækin tvö hafa verið í umtalsverðu samstarfi undanfarin ár, sem hefur skilað góðum árangri og verið báðum aðilum til hagsbóta.
Stjórn Samtaka iðnaðarins telur mikil tækifæri felast í frekari uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi. Stjórnin heimsótti nýverið fjórðunginn og kynnti sér atvinnustarfsemi þar í leiðinni.
Sumarhátíð UÍA hefur löngu fest sig í sessi aðra helgina í júlí. Framkvæmdastýra sambandsins segir um að ræða fjölbreytta hátíð þar sem blandað sé saman keppni og íþróttum fyrir alla.
Ferðaþjónustan Mjóeyri tók nýverið í notkun þrjú ný gistihús fyrir ferðamenn. Framkvæmdastjórinn segir tilkomu þeirra styrkja rekstrareininguna sem býður nú upp á yfir sjötíu gistipláss.
Viðarmagns- og markaðsúttekt fyrir afurðamiðstöð með skógarafurðir fékk hæsta styrkinn úr Vaxtarsamningi Austurlands í fyrri úthlutun ársins. Alls fengu ellefu verkefni styrki upp á alls 8,3 milljónir króna.
Mikill viðbúnaður hjá austfirskum björgunarsveitum seinni partinn í dag eftir að neyðarkall barst frá ferjuflugvél sem stödd var um 15 sjómílur frá Egilsstöðum, á milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrrum fulltrúi nýsköpunar og þróunar hjá Austurbrú hefur verið ráðinn verkefnastjóri atvinnumála í Fjarðabyggð til eins árs. Fulltrúi Fjarðalistans sat hjá þegar bæjarráð gekk frá ráðningunni.
Björn Magnússon og Stefán H. Magnússon hafa sótt um það til umhverfis- og landbúnaðarráðuneytisins að fá lánuð 400 dýr úr íslenska hreindýrastofninum til að byggja upp hreindýrabú á norð-Austurlandi. Þeir segja mikinn markað fyrir kjöt af dýrunum bæði hér sem erlendis.
Alls var þrettán sinnum strikað yfir nöfn á framboðslistum á Seyðisfirði í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þorri útstrikananna var á lista Framsóknarflokksins.
Nýkjörin sveitastjórn Breiðdalshrepps hefur kynnt fyrir íbúum fimm áhersluatriði sem hún heitir að vinna að á kjörtímabilinu. Óskað er eftir aðstoð íbúa til að koma málunum til leiða.