Upp er komin Noro-veirusýking á hjúkrunardeild HSA á Egilsstöðum. Sýni úr vistmanni HSA staðfesta tilfellið en ennfremur leikur grunur á fleiri tilfellum meðal annars meðal starfsmanna en beðið er niðurstöðu sýnatöku.
Forsvarsmenn Djúpavogshrepps vilja að þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra heimsæki staðinn og kynni sér aðstæður í ljósi þess að Vísir hyggst hætta bolfiskvinnslu á staðnum. Oddvitinn er óhress með mætingu þingmanna stjórnarflokkanna á fund með fulltrúum sveitarfélagsins í síðustu viku.
Léttara er orðið yfir þeim sem vinna við gerð nýrra Norðfjarðarganga en verið hefur. Annars vegar er búið að grafa 1000 metra Eskifjarðarmegin, hins vegar er setlagið sem hægt hefur á allri framvindu horfið.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða þannig að afstýra megi meiriháttar bakslagi í veiðum og fiskvinnslu á Djúpavogi.
Launþegar verða að hugsa út í hvers konar samfélag þeir vilja sjá mótast á Íslandi. Þeir hafa tækifæri til þess í gegnum kjarasamninga. Umræðan um vaxandi ójöfnuð í íslensku samfélagi var inntak 1. maí ávarps AFLs starfsgreinasambands.
Starfsfólk Vísis á Djúpavogi fékk í dag staðfestingu á ákvörðun Vísis hf. að hætta bolfiskvinnslu á staðnum og flytja til Grindavíkur. Starfsfólki verður á næstunni boðið þangað til að skoða aðstæður og meta hvort það flytji með. Útlit er fyrir að um helmingur starfsmanna haldi vinnunni við þjónustu við fiskeldið í Berufirði.
Ferðamenn á hálendi Íslands sækjast eftir að ferðast um ósnortin víðerni. Það er þó ekki algilt því sumum kann að þykja það ógnandi að vera svo einir á ferð. Upplifun þeirra má til dæmis bæta með að merkja gönguleiðir en aukin umferð og þjónusta gæti skaðað upplifun annarra.
Tveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og fjórir um embætti prests. Prestarnir koma í stað séra Jóhönnu Sigmarsdóttur, núverandi sóknarprests og séra Láru G. Oddsdóttur, sóknarprests á Valþjófsstað sem láta af störfum í haust.
Stjórn Austurbrúar ses. og Karl S. Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa gert með sér samkomulag um starfslok. Jóna Árný Þórðardóttur hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastjóra stofnunarinnar tímabundið næstu mánuði.
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segir þingmenn Norðausturkjördæmis gera sér grein fyrir að það yrði áfall fyrir atvinnulíf staðarins ef siglingar ferjunnar Norrænu færðust þaðan.
Lifandi leðurblaka barst til Reyðarfjarðar með skipi frá Rotterdam í gærkvöldi. Starfsmenn Eimskips í Mjóeyrarhöfn handsömuðu blökuna sem fer á Náttúrugripasafnið í Neskaupstað.