Búið er að krafa ríflega einn kílómetra af fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum. Illa gekk samt að grafa Eskifjarðarmegin frá í síðustu viku því bergið þar er laust í sér.
Bæjarfulltrúarnir Jens Garðar Helgason og Valdimar O. Hermannsson skipa efstu tvö sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fulltrúaráð flokksins í sveitarfélaginu samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi á fimmtudagskvöld.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar eru óhressir með að hafa frétt það úti í bæ að til stæði að bjóða forseta Íslands í mat í boði bæjarstjórnar í heimsókn hans til bæjarins fyrir skemmstu. Bæjarstjórinn segir heimsóknina hafa verið skipulagða í miklum flýti.
Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seyðisfirði sakar bæjaryfirvöld um að hafa ítrekað reynt að „leggja stein í götu" Lónsleiru ehf. sem byggir tvö íbúðahótel á Seyðisfirði. Bæjarstjórinn segir þvert á móti að aukafundir hafi verið haldnir til að reyna að vinna að framgangi málsins.
Morgunflugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum seinkaði um þrjá klukkutíma í morgun vegna bilunar í fyrri vélinni. Ekki eiga að koma til frekari tafir vegna þessa í dag.
Slökkvistjóri Fljótsdalshéraðs segir nauðsynlegt að efla umræðu um brunavarnir í landbúnaðarbyggingum. Breytingar hafa orðið í landbúnaði undanfarin ár sem skapa aukna brunahættu. Opinn fræðslufundur verður haldinn um efnið á mánudag.
Út frá landsmeðtaltali má reikna með að á milli 200-300 Austfirðingar hafi vinni við skapandi atvinnugreinar. Aukin áhersla er lögð á atvinnustarfsemina víða um heim.
Þrjár björgunarsveitir voru í gærkvöldi í tvo og hálfan tíma að koma sjúklingi frá Seyðisfirði til Norðfjarðar og björgunarsveitin Jökull bjargaði þrettán bílum af Háreksstaðaleið. Færð spillist fljótt við þær aðstæður sem eru á austfirskum fjallvegum en eins eru brögð að því að ferðalangar virði ekki lokanir á vegum.
Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, verður í efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var staðfestur á fundi fulltrúaráðs í gær.
Blað var brotið í jarðgangagerð á Íslandi í gær, þegar verktaki Norðfjarðarganganna tók í notkun útmokstursvagna sem hafa haft vinnuheitið „Mammútar". Þetta eru vagnar sem verktakinn sérhannaði til útmoksturs úr jarðgöngum og voru þeir reyndir fulllestaðir í fyrsta sinn í gær. Það gekk vel og verða þeir væntanlega notaðir við útmokstur Eskifjarðarmegin hér eftir.
Austfirðingum gafst kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum við mótun landsskipulagsstefnu á fundi á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Þetta er í annað sinn sem farið er af stað með slíka vinnu hérlendis. Austfirðingar lögðu meðal annars áherslu á aukið skipulagsvald sveitarfélaga við strandsvæði.
Það var skýr niðurstaða vinnustofu um stefnumótun skapandi greina á Austurlandi að þessi atvinnugrein sé og eigi að vera ein af stoðum landshlutans. Ákveðið forskot hefur skapast þar vegna MAKE by Þorpið og Evrópuverkefnisins „Creative communities" sem brýnt er að nýta.