Hópur útgerðarmanna sem komið hefur á hóp fiskvinnslu á Breiðdalsvík hefur sent atvinnu- og nýsköpunarráðherra stjórnsýslukæru út af ákvörðun Byggðastofnunar um að úthluta engum viðbótarbyggðakvóta í byggðarlagið. Íbúar segjast ekki lifa á viljanum einum saman.
Markaðssvið Austurbrúar og samstarfsaðilar í Þingeyjarsýslum og Norðurlandi, mótmæla því að snjómokstursdögum á milli Egilsstaða og Mývatnssveitar hafi verið fækkað í tvo á viku. Slíkt hafi neikvæð áhrif á vetrarferðamennsku sem sé vaxandi atvinnugrein.
Karlmaður á fertugsaldri var nýverið dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í 45 daga fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og kannabis.
Vegagerðin hyggst reyna að opna á milli Akureyrar, Egilsstaða og Vopnafjarðar eftir því sem tækifæri gefst næstu daga. Ekki er samt útlit að hægt verði að þjónusta á leiðunum komist í samt lag fyrr en eftir næstu helgi.
Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að sjónvarpsþættinum hafi aldrei verið ætlað að fylla það skarð sem myndaðist þegar Ríkisútvarpið hætti reglulegum útsendingum svæðisstöðva. Hann segir ritstjórn þáttarins fylgjast náið með uppruna innslaga í þættinum til að stýra þeim sem jafnast um landið.
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN), veitti í síðustu viku viðtöku árskortum í sundlaugar Fjarðabyggðar. Kortin eru rafræn og veita sjúklingum endurhæfingardeildar sjúkrahússins ókeypis aðgang í sundlaugar Fjarðabyggðar á meðan á meðferð stendur.
Stór hluti þess efnis sem unnið er fyrir sjónvarpsþáttinn Landann kemur af höfuðborgarsvæðinu. Fræðimaður, sem rannsakað hefur efnisval þáttarins, segir að þátturinn eigi langt í land með að fylla það skarð fyrir Austfirðinga sem myndaðist þegar reglubundnum útsendingum svæðisútvarpsins (RÚVAust) var hætt.
Feðgarnir Egill Steingrímsson og Steingrímur Jóhannsson eru að koma upp fiskvinnslu í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði til að vinna úr því hráefni sem landað er á staðnum og selja Austfirðingum.
Vatnajökulsþjóðgarður stendur fyrir opnum fundi á Egilsstöðum á laugardag vegna breytinga á stjórnun- og verndaráætlun þjóðgarðsins í kjölfar stækkunar síðasta vor þegar Krepputunga og Kverkárrani bættust við.
Nettó á Egilsstöðum hefur tekið aftur í sölu matarvín sem lögreglan tók úr sölu á föstudag. Skoðun lögreglu leiddi í ljós að heimilt er að selja vöruna hérlendis.
Lágt er undir rafmagnslínur víða á austfirskum heiðum eftir mikið fannfergi undanfarnar vikur. Línumenn Landsnets hafa á þriðja mánuð unnið sleitulaust að því að verja línur og gera við það sem hefur bilað.