Þrjú sveitarfélög á Austurlandi hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um nýliðin áramót. Annars staðar hækka valdar gjaldskrár í takt við spár um verðbólgu. Umfangsmestu gjaldskrárhækkanirnar eru í Breiðdalshreppi.
Gert er ráð fyrir tæplega tólf milljóna króna afgangi af rekstri Djúpavogshrepps á næsta ári. Skuldir sveitarfélagsins hafa lækkað hratt síðustu ár. Sveitarstjórnin telur ástæðu til bjartsýni í ljósi þess að ungt barnafólk hefur sest að í hreppnum síðustu ár.
Vinna hófst aftur við Norðfjarðargöng í byrjun síðustu viku eftir jólafrí. Byrjað er að víkka göngin fyrir útskot en það var fært utar í göngin vegna jarðlaga.
Gert er ráð fyrir jákvæðum rekstri Fljótsdalshrepps næstu þrjú árin samkvæmt þriggja ára áætlun sem samþykkt var í sveitarstjórn skömmu fyrir jól. Til stendur að verja 30 milljónum í samgöngumál í hreppnum á næsta ári.
Ferðum Strætó á milli Akureyrar og Egilsstaða hefur verið fækkað um tvær í viku. Talsmaður fyrirtækisins segir menn vonast til að bæta sætanýtinguna með þessum breytingum. Ferðum verði að líkindum fjölgað aftur í sumar.
Nágrannar í grennd við Strandgötu 14 í Neskaupstað lögðust hugmyndum um að gamla bensínskálanum verði breytt í gististað. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ákváðu þrátt fyrir athugasemdir í grenndarkynningu að leyfa starfsemina.
Austurlandsdeild VR stendur þessa dagana fyrir kynningu á nýgerðum kjarasamningum félagsins. Yfirskrift kynningarferðarinnar er „sýnum samstöðu og ábyrgð," sem nær til allra þeirra sem koma að samningunum.
Frestur almennings til að senda inn ábendingar við endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar rennur út á mánudag. Vinna við breytingarnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og til að setja sig inn í málið stóð bæjarstjórinn meðal annars umferðarvaktina með foreldrafélagi grunnskólans í Neskaupstað.
Þátttakendum í námskeiðum símenntunarsviðs Austurbrúar fjölgaði um 20% á milli áranna 2012 og 2013 og námskeiðum fjölgaði um 13%. Aukningin er mun meiri en starfsáætlun gerði ráð fyrir.