Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann sló annan mann í höfuðið með álskóflu í átökum þeirra á Reyðarfirði í fyrra.
Forstjóri Vinnueftirlitsins segir framkvæmdaraðila á Austurlandi hafa verið öðrum til fyrirmyndar hvað vinnuöryggi varðar. Aðrir hafi fylgt fordæmi Bechtel sem reisti álverið þegar í ljós kom að aðferðir fyrirtækisins báru árangur.
Segja má að framkvæmdir hafi hafist formlega við ný Norðfjarðargöng á laugardag þegar aðalverktakinn byrjaði að vinna á svæðinu þar sem gangnamunninn á að vera. Byrjað verður að sprengja fyrir honum innan skamms.
Sláturfélag Austurlands hefur verið úrskurðað gjaldþrota, fjórum mánuðum eftir að félagið opnaði kjöt- og fiskbúð í miðbæ Egilsstaða. Talsmaður félagsins segir að þær áætlanir sem gerðar voru fyrir sumarið hafi ekki gengið eftir.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagnar því að tekist hefur að manna stöðu læknis í Djúpavogslæknishéraði. Leitað hefur verið eftir hjúkrunarfólki á svæðið síðustu misseri.
Viðgerðir eru hafnar á íbúðarhúsum á Egilsstöðum og Reyðarfirði sem byggð voru af ÍAV fyrir nokkrum árum og skemmd eru af myglusveppi. Verkið hefur dregist þar sem treglega hefur gengið að fá iðnaðarmenn en vonast er til þess að því verði lokið áður en harðasti veturinn skellur á.
Sjúkraþjálfunarstofan Heilsuleiðir var opnuð á Egilsstöðum í dag. Stofnandinn segist finna fyrir töluverðri eftirspurn og hefur trú á að starfsmönnunum fjölgi innan tíðar.
„Halló. Ég heiti Friðrik Brynjar. Ég held ég hafi drepið mann,“ voru fyrstu orð Friðriks Brynjars Friðrikssonar í símtali til Neyðarlínunnar aðfaranótt 7. maí. Friðrik Brynjar er ákærður fyrir að hafa ráðið Karli Jónssyni bana.
Tæpan sólarhring tók að safna rúmum 900.000 krónum sem Ingibjörg Lilja Hafliðadóttir var í vikunni dæmd til að greiða Agli Einarssyni (Gillzenegger) í miskabætur og málskostnað fyrir ærumeiðandi ummæli. Ingibjörg kveðst þakklát öllum þeim sem sýndu henni stuðning í málinu.
Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í fyrra haft samræði við stúlku sem þá var fjórtán ára gömul. Maðurinn játaði brot sitt greiðlega.
Saksóknari krefst þess að Friðrik Brynjar Friðriksson yrði dæmdur í sextán ára fangelsi en hann er ákærður fyrir að hafa ráðið Karli Jónssyni bana með hníf í íbúð Karls á Egilsstöðum í byrjun maí. Verjandi benti á sá möguleiki að annar aðili hefði getað framið verknaðinn hefði ekki enn verið afsannaður.
Banamein Karls Jónssonar, sem myrtur var á heimili sínu á Egilsstöðum í byrjun maí, var mikill blóðmissir. Áverkarnir voru veittir af miklu afli. Meintur gerandi var ofurölvi kvöldið sem morðið var framið.