Borgarfjarðarhreppur tók á móti Bláfánanum í tíunda sinn fyrir skemmstu. Fáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum fyrir markvissa umhverfisstjórnun.
Vegurinn yfir Oddsskarð er barn síns tíma og uppfyllir ekki lengur kröfur um umferðaröryggi og akstursþægindi. Undirbúningi var að mestu lokið árið 2008 þegar efnahagshrunið skall á og framkvæmdum var þá frestað.
Verksamningur um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum á milli Fljótsdalshéraðs og VHE ehf. var undirritaður á fimmtudag. Síðustu vikur hafa staðið yfir samningaviðræður um breytingar á verkinu þar sem tilboðin sem bárust eftir útboð voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun.
Tollverðir á Seyðisfirði haldlögðu mikið magn þýfis sem reynt var að koma úr landi með Norrænu í síðustu viku. Þýfið fannst í bifreið manns sem var einn á ferð.
Sjálfsafgreiðslustöð olíufélagsins N1 á Reyðarfirði var lokuð í tæpan sólarhring því fyrirtækið hafði ekki uppfyllt skilyrði starfsleyfis. Fyrirtækinu var í morgun veittur frestur út næstu viku til úrbóta.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, efast um að þeir sem skrifað hafa undir áskorun um að lögum um veiðigjald verði ekki breytt viti undir hvað þeir hafi skrifað. Breytingin sem gera eigi á gjaldinu eigi að verja minni fiskvinnslur.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Vatnavextir í Lagarfljóti skiluðu bændum á Finnsstöðum í Eiðaþinghá svokölluðum túnfiskum sem benda til þess að ekki sé allur fiskur horfinn úr Lagarfljóti.
Fjárhús á eyðibýlinu Kollstöðum skammt fyrir innan þéttbýlið á Egilsstöðum brunnu til grunna í dag. Talið er að fimmtán hænuungar hafi brunnið þar inni.
Veðurstofan og Vegagerðin vara ferðafólk við hvassviðri sem spáð er á morgun. Óvenju kröpp lægð er á leið til landsins sem setja mun svip sinn á veðrið næstu tvo daga.
Stofnun stoðstofnunarinnar Austurbrúar varð tæplega tvöfalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Framkvæmdastjórinn segir það hugrekki að ráðast í þá áskorun sem sameining stoðstofnananna í eina hafi verið. Takist það vel verði það öðrum til eftirbreytni en þolinmæði þurfi til að verkefnið lukkist sem best.
Lagarfljót og Jökulsá á Dal flæða nú út úr farvegi sínum yfir stór landflæmi á Úthéraði. Landeigendur og veiðiréttarhafar yst í Jökulsárhlíð eru uggandi vegna stöðunnar.
Stórt krapaflóð fór niður Bessastaðaá í Fljótsdal í dag eftir að krapastífla brast í Fljótsdalsheiði. Vatn flæðir yfir tún á bæjunum Eyrarlandi og Bessastaðagerði.