Allir stoppaðir og látnir blása við Eiða: Klukkutíma töf á umferð

loggutekk_eidar_web.jpg

Miklar tafir urðu á umferð um Eiðaþinghá eftir hádegi í dag þegar lögreglan stöðvaði alla vegfarendur og lét þá blása. Flestir voru að koma af tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem haldin var á Borgarfirði um helgina. Vegfarendur gagnrýna hvernig staðið var að aðgerðum lögreglunnar.

 

Lesa meira

Þorkell hættur hjá Austurbrú eftir aðeins þrjá mánuði í starfi

thorkell_palsson.jpg
Þorkell Pálsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Austurbrúar eftir aðeins þrjá mánuði í starfi. Í tilkynningu segir að samkomulag hafi orðið milli hans og stjórnar um að nýr aðili leiði stofnunina næstu skrefin. Í lok júní sendu starfsmenn stofnunarinnar stjórninni bréf og kvörtuðu undan störfum Þorkels.
 

Lesa meira

Ekkert lögbann á fiskveginn

steinbogi_fiskvegur1_web.jpg
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur vísað frá kröfu landeigenda neðan við svonefndan Steinboga í Jökulsá á Dal að lögbann verði sett á framkvæmdir við fiskveg um Steinbogann.

Lesa meira

Arionbaki styður atvinnulífssýninguna Okkar samfélag

arion_atvinnulifssyning_undirritun_web.jpg

Í vikunni var undirritaður samningur milli Arion banka á Egilsstöðum og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs um að bankinn verði einn af aðalbakhjörlum atvinnulífssýningarinnar Okkar samfélags sem haldin verður á Egilsstöðum 18. og 19. ágúst.

 

Lesa meira

Eldur kom upp í íbúð á Reyðarfirði

reydarfjordur_hofn.jpg
Par með ungt barn komst út úr íbúð sinni á Reyðarfirði eftir að eldur kom þar upp í gærmorgun. Faðirinn náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn.

Lesa meira

Farið fram á lögbann á framkvæmdum við Steinboga

steinbogi_fiskvegur1_web.jpg
Landeigendur neðan Steinbogans í Jökulsá á Dal hafa sent sýslumanni kröfu um að lögbann verði sett á framkvæmdir við laxastiga við bogann. Þeir segja gögn vanta sem sanni að framkvæmdirnar hafi þau áhrif sem ætlast er til. Framkvæmdaaðilar hafa óskað eftir að breytingum á framkvæmdinni sem leyfð var síðasta haust.

Lesa meira

Mótmæla uppsögnum sjúkraliða í Sundabúð

vopnafjordur.jpg

Austurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði og þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulagi  hjúkrunarheimilisins  sem Heilbrigðisstofnun Austurlands boðar.

 

Lesa meira

Hallarekstur í Safnahúsinu

minjasafn_ljosmyndasyning_mar11_web.jpg
Milljóna tap varð á rekstri bæði Héraðsskjalasafns Austurlands og Minjasafns Austurlands á síðasta ári. 
 

Lesa meira

Gámafélagið átalið fyrir að fylgja ekki starfsleyfi

baejarskrifstofur_egilsstodum_3.jpg
Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði átelja Íslenska gámafélagið fyrir að fylgja ekki skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi moltugeymslu fyrirtækisins í Mýnesi. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu að svæðinu í eftirlitsferð sinni fyrir skemmstu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar