Erna Indriðadóttir stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Alcoa Fjarðaáls hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, í prófkjöri flokksins sem fram fer dagana 9. og 10. nóvember.
Vopnfirðingum þykja það mikil vonbrigði að sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað ætli að markaðssetja sveitarfélögin tvö sem sameiginlegt svæði fyrir þjónustu við hugsanlega olíuleit á Drekasvæðinu. Vopnfirðingar höfðu vonast eftir stuðningi annarra austfirskra sveitarfélaga við áframhaldandi uppbyggingu þeirra og Langanesbyggðar fyrir slíka miðstöð.
Fella þurfti niður skólasund í Selárlaug í Vopnafirði nýverið vegna sóðaskapar sundlaugargesta. Aðgangur að lauginni er öllum frjáls allan sólarhringinn.
Karlmaður á þrítugsaldri var nýverið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í héraðdsómi Austurlands fyrir að slá lögreglumann við skyldustörf hnefahöggi í gagnaugað. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til greiðrar játningar og ungs aldurs geranda.
Beltakrafa, sem stakkst á kaf í Jökulsá í Fljótsdal skömmu fyrir hádegi í dag var dregin upp á bakka um kvöldmatarleytið í kvöld. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu á vélinni.
Íslenska ríkið áformar milljarða fjárfestingu í hinum skapandi greinum á næstum árum þegar búið verður að koma jafnvægi á ríkissjóð. Þegar vantar fólk menntað í menningarfræðum á atvinnumarkaðinn.
Vegagerðin hefur auglýst forval verktaka vegna framkvæmda við ný Norðfjarðargöng. Gert er ráð fyrir að vinna við göngin hefjist næsta haust og taki 3-4 ár. Fjárveitingar til verksins eru 10,5 milljarðar á fjórum árum. Byggja þarf upp nýja vegi og brýr bæði Eskifjarðar- og Norðfjarðarmegin.
Beltakrafa, sem stakkst á kaf í Jökulsá í Fljótsdal skömmu fyrir hádegi í dag var dregin upp á bakka um kvöldmatarleytið í kvöld. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu á vélinni.
Vopnfirðingum þykja það mikil vonbrigði að sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað ætli að markaðssetja sveitarfélögin tvö sem sameiginlegt svæði fyrir þjónustu við hugsanlega olíuleit á Drekasvæðinu. Vopnfirðingar höfðu vonast eftir stuðningi annarra austfirskra sveitarfélaga við áframhaldandi uppbyggingu þeirra og Langanesbyggðar fyrir slíka miðstöð.
Þrettán dýr vantaði upp á að allur hreindýraveiðikvóti ársins væri veiddur. Ekki tókst að endurúthluta öllum leyfum sem skilað var á tímabilinu. Nýjar kröfur um skotpróf virtust þvælast fyrir veiðimönnum.