Er nauðsynlegt að loka sjúkrasviðinu til að spara?

hsalogo.gifEkki var samstaða innan framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) um að leggja til að loka sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað tvo mánuði í sumar í sparnaðarskyni.

 

Lesa meira

Nýtt samgöngukerfi á Austurlandi

reydarfjordur.jpg

Nýtt kerfi almenningssamgangna hefur verið tekið í notkun á Austurlandi. Þetta nýja kerfi tengir átta þéttbýliskjarna saman í fjórðungunum.

 

Lesa meira

Sameining þjóðgarða: Aðkomu heimamanna er sleppt

bjorn_armann.jpgHeimamenn á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs vara við að hugmyndir um sameiningu stjórnunar og friðlýstra svæða í eina stofnun gangi gegn grunnhugmyndum Vatnajökulsþjóðgarðs um virka þátttöku heimamanna í stjórnun hans. Þeir vara við að allt valdið verði flutt suður til Reykjavíkur.

 

Lesa meira

Davíð Þór leysir af í Austurlands- prófastsdæmi

david_thor_jonsson_web.jpgGuðfræðingurinn Davíð Þór Jónsson verður fræðslufulltrúi Austfjarðaprófastsdæmi frá 1. mars til 31. ágúst í leyfi séra Þorgeirs Arasonar. Davíð er reyndar þekktastur sem útvarps- og sjónvarpsmaður, leikari, þýðandi, skáld, ritstjóri og pistlahöfundur og spurningahöfundur.

 

Lesa meira

Tundurdufli eytt á Héraðssandi: Myndband

tundurdufl_lhg.jpgSprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi á föstudag tundurdufli frá síðari heimsstyrjöld sem kom í ljós við Selfljótsós á Héraðssandi.

 

Lesa meira

Óttar Steinn íþróttamaður Hattar

hottur_ithrottamenn_2011.jpgÓttar Steinn Magnússon, fyrirliði karlaliðs Hattar í knattspyrnu, var valinn íþróttamaður Hattar árið 2011 á þrettándagleði félagsins á föstudagskvöld. Félagið verðlaunaði fleiri íþróttamenn við sama tækifæri.

 

Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður sameinaður öðrum íslenskum þjóðgörðum?

bruarjokull.jpgInnan umhverfisráðuneytisins er unnið að hugmyndum að sameiningu stjórnunar þjóðgarða og friðlýstra svæða á Íslandi í eina stofnun. Markmiðið er að efla og styrkja starfsemi þeirra. Varað hefur við að slíkar breytingar á stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs skapi neikvæðni heimamanna í garð stofnunarinnar.

 

Lesa meira

Steina Petra látin

petra_steina.jpgLjósbjörg Petra María Sveinsdóttir, steinasafnari á Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði í gærmorgun.

 

Lesa meira

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar mótmælir lokun sjúkrahússins

nesk.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á ríkisvaldið að veita nægilegu fjármagni til Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað til að ekki komi til lokunar sjúkrasviðs í sumar eins og yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur lagt til í sparnaðarskyni.

 

Lesa meira

Fer ráðuneytið ekki að lögum við endurskoðun stjórnunar þjóðgarða?

fljotsdalur_sudurdalur.jpgUmhverfisráðuneytið hefur ekki enn haft samráð við sveitarstjórnir á svæði Vatnajökulsþjóðgarð við vinnu að sameiningu stjórnunar þjóðgarða og friðlýstra svæða. Lög um Vatnajökulsþjóðgarð gera ráð fyrir öðru. Heimamönnum gremst þetta. Ráðuneytið segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um sameiningu þjóðgarðanna.

 

Lesa meira

Milljarðs gjaldþrot Trésmiðju Fljótsdalshéraðs

egilsstadir.jpg Kröfur í þrotabú Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og tveggja skyldra félaga námu tæpum einum og hálfum milljarði króna. Um fimmtungur þeirra fékkst greiddur. Skiptum á búunum lauk í desember.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar