Hæpið er að nokkur erlendur virkjunaraðili hefði treyst sér til að nýta
vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar. Ástæðan er mikil inngrip og umdeild í
náttúru annars ríkis. Áhætta við framkvæmd virkjunarinnar var meiri en
nokkurrar annarrar virkjunar í Íslandssögunni.
Íbúar á Fáskrúðsfirði segjast þreyttir á aðgerðaleysi sveitarfélagsins Fjarðabyggðar
sem ekkert hafi gert til að sporna gegn krapa- og aurflóðum í bænum.
Nokkurt tjón varð af slíkum flóðum á húsum og görðum við Skólabrekku
fyrir skemmstu.
Ásmundur Páll Hjaltason, sem verið hefur formaður svæðisfélags
Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs á Austfjörðum undanfarin tvö ár
hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir flokkinn í dag allt annan en þann
sem hann studdi á sínum tíma.
Matvælafyrirtækið Holt og hæðir ehf. hlaut fyrir skemmstu viðurkenningu
Framfarafélags Fljótsdalshéraðs „Frumkvæði til framfara 2010.“
Viðurkenningin er árleg og veitt fyrirtæki eða einstaklingum sem þykja
hafa skarað framúr í nýsköpun og atvinnuþróun í sveitarfélaginu
Fljótsdalshéraði.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps eru sammála
um að Djúpavogshreppur eigi ekki eitt sveitarfélaga að bera kostnað af
snjómokstri á veginum yfir Öxi. Ályktun þess efnis var samþykkt á
sameiginlegum fundi á Merkjahrygg á Öxi seinasta föstudag.
Bók Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum, er meðal tíu
bóka sem tilnefnda eru til Viðurkenningar Hagþenkis, einhverra virtustu
og veglegustu verðlauna sem íslenskum fræðimönnum og höfundum fræðilegra
rita á Íslandi getur hlotnast.
Ólafur Valsson, yfirmaður matvælaeftirlits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
segir stofnunina fylgjast með því að önnur aðildarríki framfylgi banni
með notkun fjölfosfata við saltfiskvinnslu.
Tæp fjörutíu prósent austfirskra fyrirtækja glíma við áhættu í rekstri
umfram það sem eðlilegt getur talist eða eru orðin ógjaldfær eða í
alvarlegum vanskilum. Sérfræðingur segir lykilatriði að bjarga
fyrirtækjum á landsbyggðinni.
AFL Starfsgreinafélag hefur vísað kjaradeilu sinni við Eimskipafélag
Íslands vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði til
ríkissáttasemjara. Fyrst var óskað eftir viðræðum um sérkjarasamning
vegna vinnustaðarins haustið 2009 en síðustu vikur hefur fyrirtækið ekki
svarað AFLi.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur hefst á Rás 2 í kvöld. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 19.30 með keppni Flensborgarskóla og Borgarholtsskóla. Síðan mætir Menntaskólinn á Egilsstöðum liði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ en það þjálfar fyrrum keppandi ME. Lið ME og Verkmenntaskóla Austurlands mættust í æfingakeppni í gærkvöldi.